Fiskibollur í karrísósu á einfalda mátann

Uppskriftir | 18. apríl 2024

Fiskibollur í karrísósu á einfalda mátann

Hver man ekki eftir að hafa borða fiskibollur í karrísósu á bernskuárunum? Þetta var oft vinsælasti rétturinn á sjöunda áratugnum og er góður og gildur enn í dag. Hér er uppskrift úr smiðju Ingunnar Mjallar hjá Íslandsmjöll sem er á einfalda mátann og allir ættu að ráða við. Það er bæði hægt að vera heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Ingunn bar fiskibollurnar fram með kartöflusalati og rúgbrauðið með smjöri. Það er líka mjög gott að bera fiskibollurnar fram með soðnu smælki eða rauðu kartöflum, fer allt eftir smekk hvers og eins.

Fiskibollur í karrísósu á einfalda mátann

Uppskriftir | 18. apríl 2024

Fiskibollur í karrísósu matreiddar á einfalda mátann sem allir ráða …
Fiskibollur í karrísósu matreiddar á einfalda mátann sem allir ráða við. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Hver man ekki eftir að hafa borða fiskibollur í karrísósu á bernskuárunum? Þetta var oft vinsælasti rétturinn á sjöunda áratugnum og er góður og gildur enn í dag. Hér er uppskrift úr smiðju Ingunnar Mjallar hjá Íslandsmjöll sem er á einfalda mátann og allir ættu að ráða við. Það er bæði hægt að vera heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Ingunn bar fiskibollurnar fram með kartöflusalati og rúgbrauðið með smjöri. Það er líka mjög gott að bera fiskibollurnar fram með soðnu smælki eða rauðu kartöflum, fer allt eftir smekk hvers og eins.

Hver man ekki eftir að hafa borða fiskibollur í karrísósu á bernskuárunum? Þetta var oft vinsælasti rétturinn á sjöunda áratugnum og er góður og gildur enn í dag. Hér er uppskrift úr smiðju Ingunnar Mjallar hjá Íslandsmjöll sem er á einfalda mátann og allir ættu að ráða við. Það er bæði hægt að vera heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Ingunn bar fiskibollurnar fram með kartöflusalati og rúgbrauðið með smjöri. Það er líka mjög gott að bera fiskibollurnar fram með soðnu smælki eða rauðu kartöflum, fer allt eftir smekk hvers og eins.

Fiskibollur í karrísósu

  • 5-6 fiskibollur stórar
  • 2 pk. Karrísósa frá Toro
  • 1 tsk. karríkrydd
  • 2 dl mjólk
  • 2 dl vatni
  • ½ laukur, niðurskorinn

Aðferð:

  1. Setjið vatn og mjólk í pott og kveikið undir.
  2. Bætið fljótlega saman pökkunum af Karrísósunni og hitið á vægum hita þar til þið sjáið að sósan byrjar að þykkna.
  3. Skerið fiskibollurnar niður í um það bil 6 bita og bætið út í sósuna ásamt 1/2 niðurskornum lauk og látið malla í um 10 mínútur eða þar til allt er orðið heitt í gegn.
  4. Berið fram með kartöflusalati eða nýjum kartöflum og glænýju rúgbrauði með smjöri.
mbl.is