Mikið stuð var í Smárabíó á miðvikudaginn þegar kvikmyndin Einskonar ást var forsýnd. Umfjöllunarefni kvikmyndarinnar hefur vakið mikla eftirtekt en kvikmyndin fjallar meðal annars um flókin ástarsambönd og OnlyFans.
Mikið stuð var í Smárabíó á miðvikudaginn þegar kvikmyndin Einskonar ást var forsýnd. Umfjöllunarefni kvikmyndarinnar hefur vakið mikla eftirtekt en kvikmyndin fjallar meðal annars um flókin ástarsambönd og OnlyFans.
Mikið stuð var í Smárabíó á miðvikudaginn þegar kvikmyndin Einskonar ást var forsýnd. Umfjöllunarefni kvikmyndarinnar hefur vakið mikla eftirtekt en kvikmyndin fjallar meðal annars um flókin ástarsambönd og OnlyFans.
Sigurður Anton leikstýrir og skrifar handritið að Einskonar ást. Með helstu hlutverk fara þær Kristrún Kolbrúnardóttir, Edda Lovía Björgvinsdóttir, LauraSif Nóra og Magdalena Tworek.
Kristrún Kolbrúnardóttir ræddi um ferilinn og kvikmyndina í viðtali við Smartland um síðustu helgi. „Frá því ég las handritið fyrst fannst mér þetta vera ástarsaga um nútímasambönd og óhefðbundin sambönd. Tvær aðalpersónurnar sem eru konur eru í fjarsambandi og að einhverju leyti í opnu sambandi. Mér finnst þetta vera ný og spennandi pæling,“ sagði Kristrún um myndina.
Edda Lovísa, fyrrverandi OnlyFans-stjarna, leikur í myndinni en hún hefur raunverulega reynslu af OnlyFans. Edda Lovísa hefur nú snúið sér að hefðbundinni leiklist eins og má sjá í kvikmyndinni Einskonar ást.