Ýrúrarí setti augu á ósöluhæfar peysur

HönnunarMars | 18. apríl 2024

Ýrúrarí setti augu á ósöluhæfar peysur

66°Norður mun kynna nýtt samstarf við Ýr Jóhannsdóttur, textílhönnuð og listakonu, á HönnunarMars sem haldin er í Reykjavík í næstu viku. Ýr starfar undir nafninu Ýrúarí og er hún með mikið fylgi á Instagram eða 177 þúsund manns. Það er athyglisvert að hún er með afar stóran hóp fylgjenda frá New York sem er skemmtileg staðreynd fyrir íslenskan hönnuð.

Ýrúrarí setti augu á ósöluhæfar peysur

HönnunarMars | 18. apríl 2024

Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið hörðum höndum við að gefa ósöluhæfum …
Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið hörðum höndum við að gefa ósöluhæfum peysum nýtt líf á saumastofu 66°Norður. Ljósmynd/Sigríður Margrét

66°Norður mun kynna nýtt samstarf við Ýr Jóhannsdóttur, textílhönnuð og listakonu, á HönnunarMars sem haldin er í Reykjavík í næstu viku. Ýr starfar undir nafninu Ýrúarí og er hún með mikið fylgi á Instagram eða 177 þúsund manns. Það er athyglisvert að hún er með afar stóran hóp fylgjenda frá New York sem er skemmtileg staðreynd fyrir íslenskan hönnuð.

66°Norður mun kynna nýtt samstarf við Ýr Jóhannsdóttur, textílhönnuð og listakonu, á HönnunarMars sem haldin er í Reykjavík í næstu viku. Ýr starfar undir nafninu Ýrúarí og er hún með mikið fylgi á Instagram eða 177 þúsund manns. Það er athyglisvert að hún er með afar stóran hóp fylgjenda frá New York sem er skemmtileg staðreynd fyrir íslenskan hönnuð.

Ýrúrarí er þekkt fyrir prjón, húmor, og klæðilega list, með áherslu á sjálfbærni og hringrás textílefna. Hún hefur undanfarin ár unnið að því að endurbæta og breyta gömlum peysum úr fataflokkunarstöðvum með því að gefa þeim nýjan persónuleika og andlit. Markmiðið er að auka gildi hverrar peysu með handverki og persónusköpun sem gefur nýjum eiganda tilfinningalegt gildi sem dregur úr líkum á því að peysan endi í ruslinu. Ýrúrarí leggur ríka áherslu á leikgleði og húmor. En með því hefur henni tekist að vekja fólk til umhugsunar varðandi notkun sína á textíl og opnað augu þeirra fyrir því skemmtanagildi og tjáningunni sem getur fylgt því að laga fötin sín.

Ýrúrarí og 66°Norður fóru í samstarf fyrir HönnunarMars
Ýrúrarí og 66°Norður fóru í samstarf fyrir HönnunarMars Ljósmynd/Sigríður Margrét

Sótti innblástur í tölustafina 66

Ýrúrarí hefur gefið ósöluhæfum 66°Norður peysum nýtt líf með því að hylja göt og aðra galla í efni með sérhönnuðum bótum úr afskornum efnisbútum sem fallið hafa til við framleiðsluna á síðustu árum. Í hönnunarferlinu á bótunum sótti Ýrúrarí innblástur í lögun tölustafanna 66 sem prýða merki 66°Norður. Úr því urðu til augu, sem eru einkennandi fyrir hönnun Ýrúrarí og býr til skemmtilegan persónuleika fyrir flíkina. Eftir þróunarferlið með tölustafina og með tilliti til þeirra takmarkana sem fylgja notkun afgangs búta urðu til fljótandi augu og litríkir bogar sem móta andlitsdrætti. En þeir geta myndað munnsvip, nef og augabrúnir.

Listakonan Ýrúrarí er þekkt fyrir augun.
Listakonan Ýrúrarí er þekkt fyrir augun. Ljósmynd/Sigríður Margrét

Nýja línan verður frumsýnd í verslun 66°Norður á Hafnartorgi nk. miðvikudag frá kl 18 til 20.

Ýr sótti innblástur í lögun tölustafanna 66 þega hún hannaði …
Ýr sótti innblástur í lögun tölustafanna 66 þega hún hannaði bæturnar. Ljósmynd/Sigríður Margrét
Flíspeysur eru ekki bara flíspeysur.
Flíspeysur eru ekki bara flíspeysur. Ljósmynd/Sigríður Margrét
Vandað var til verka þegar ósöluhæfar peysur fengu nýtt líf.
Vandað var til verka þegar ósöluhæfar peysur fengu nýtt líf. Ljósmynd/Sigríður Margrét
mbl.is