Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og Ísdrottning, er á fullu þessa dagana að safna undirskriftum fyrir forsetaframboð sitt. Hún segist vera á síðasta snúningi með þetta og segir að það sé miklu erfiðara að safna undirskriftum en fólk heldur. Hægt er að skrá sig á undirskriftarlista á island.is.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og Ísdrottning, er á fullu þessa dagana að safna undirskriftum fyrir forsetaframboð sitt. Hún segist vera á síðasta snúningi með þetta og segir að það sé miklu erfiðara að safna undirskriftum en fólk heldur. Hægt er að skrá sig á undirskriftarlista á island.is.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og Ísdrottning, er á fullu þessa dagana að safna undirskriftum fyrir forsetaframboð sitt. Hún segist vera á síðasta snúningi með þetta og segir að það sé miklu erfiðara að safna undirskriftum en fólk heldur. Hægt er að skrá sig á undirskriftarlista á island.is.
„Þetta er miklu erfiðara en fólk heldur. Þú þarft að sannfæra 50 manns á dag,“ segir Ásdís Rán.
Hvers vegna fer maður í forsetaframboð?
„Að mínu mati er ég er að gera þetta til að þjálfa mig á nýju sviði,“ segir hún.
Ásdís Rán, sem verður 45 ára á þessu ári, hefur verið í sviðsljósi fjölmiðla síðan hún var unglingur. Því er forvitnilegt að vita hvað hún hefði viljað vita, sem hún veit í dag, þegar hún var 20 ára?
„Að sleppa því að hafa svona miklar áhyggjur. Þetta reddast allt á endanum og vera rólegri yfir hlutunum,“ segir hún.