Unnu að fullum heillindum að kaupum á TM

Landsbankinn kaupir TM | 19. apríl 2024

Unnu að fullum heillindum að kaupum á TM

Bæði bankaráðsmenn og starfsfólk Landsbankans unnu að undirbúningi að tilboði í TM af fullum heillindum, að mati Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, fráfarandi formanns bankaráðs.

Unnu að fullum heillindum að kaupum á TM

Landsbankinn kaupir TM | 19. apríl 2024

Frá aðalfundi Landsbankans í dag.
Frá aðalfundi Landsbankans í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæði bankaráðsmenn og starfs­fólk Lands­bank­ans unnu að und­ir­bún­ingi að til­boði í TM af full­um heillind­um, að mati Helgu Bjark­ar Ei­ríks­dótt­ur, frá­far­andi for­manns bankaráðs.

Bæði bankaráðsmenn og starfs­fólk Lands­bank­ans unnu að und­ir­bún­ingi að til­boði í TM af full­um heillind­um, að mati Helgu Bjark­ar Ei­ríks­dótt­ur, frá­far­andi for­manns bankaráðs.

Tel­ur ráðið kaup­in vera góða fjár­fest­ingu, en það sé miður að kaup­in hafi orðið jafn um­deild og raun bar vitni. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Helgu á aðal­fundi Lands­bank­ans í dag. Hún sagðist harma það að „stjórn­ar­formaður Banka­sýsl­unn­ar vegi að bankaráðsmönn­um í fjöl­miðlum með orðum sem ekki er hægt að lýsa öðru­vísi en sem aðdrótt­un­um. Ég skora á Banka­sýsl­una að fjalla um þetta mál á ábyrg­ari hátt en gert hef­ur verið þannig að það skaði starf­semi bank­ans ekki frek­ar.“

Lengi velt fyr­ir sér kaup­un­um

Helga sagði að bankaráð hafi lengi velt fyr­ir sér kost­um þess að kaupa eða stofna trygg­inga­fé­lag. 

Banka­stjóra Lands­bank­ans hafi verið falið að að kanna mögu­leika á kaup­um á TM af Kviku, eft­ir að kom í ljós að Kvika myndi ekki sam­ein­ast Íslands­banka, síðasta sum­ar. Þær viðræður skiluðu ekki ár­angri.

Kvika til­kynnti form­legt sölu­ferli á TM 16. nóv­em­ber 2023. Áætlað var af bankaráði að sú fjár­fest­ing gæti skilað Lands­bank­an­um innri ávöxt­un um­fram 18%. 

„Með því að grípa frek­ari sam­legðar­tæki­færi yrði fjár­fest­ing­in enn álit­legri. Eft­ir að við birt­um grein­ar­gerðina bauð bankaráð Banka­sýsl­unni að fá ít­ar­legri kynn­ingu en stofn­un­in þáði ekki það boð,“ sagði Helga.

Helga Björk Eiríksdóttir.
Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Kaup­in ekki and­stæð eig­enda­stefnu rík­is­ins

Hún sagði einnig að bankaráð væri ósam­mála gagn­rýni sem beinst hef­ur að því að kaup­in á trygg­inga­fé­lag­inu séu and­stæð eig­enda­stefnu rík­is­ins. 

Grund­völl­ur viðskipt­anna hafi verið að há­marka virði eign­ar­hluta rík­is­ins í Lands­bank­an­um í sam­ræmi við eig­anda­stefn­una.

„Þótt Lands­bank­inn sé nán­ast að öllu leyti í eigu rík­is­ins, er hon­um í eig­anda­stefn­unni gert að starfa á markaðsfor­send­um og hlýt­ur því að taka full­an þátt í sam­keppni á fjár­mála­markaði, hér eft­ir sem hingað til.

Ætli Lands­bank­inn sér ekki að starfa líkt og hvert annað fyr­ir­tæki á sam­keppn­ismarkaði, er hætt­an sú að smátt og smátt drag­ist hann aft­ur úr keppi­naut­um sín­um sem ekki eru bundn­ir af sömu tak­mörk­un­um.

Ef hlut­haf­ar telja hlut­verk Lands­bank­ans eiga að vera annað og að hann eigi ekki að taka full­an þátt í sam­keppni á fjár­mála­markaði og á markaðsfor­send­um er nauðsyn­legt að sú stefnu­mörk­un komi skýrt fram með breyt­ingu á til­gangi fé­lags­ins í samþykkt­um eða með ann­arri ákvörðun á hlut­hafa­fundi.“

Banka­sýsl­an gerði ekki at­huga­semd­ir í fyrstu

Helga seg­ir um­gjörð um rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag bank­ans og fyr­ir­komu­lag sam­skipta hafa verið skýr. Eng­ar at­huga­semd­ir hafi borist frá Banka­sýsl­unni fyrr en eft­ir að til­boðsferli lauk.

„Síðastliðið sum­ar lét­um við Banka­sýsl­una vita af því að bank­inn ætti í viðræðum við Kviku um kaup á TM. Í des­em­ber síðastliðnum lét­um við vita af því að bank­inn hefði gert óskuld­bind­andi til­boð í TM.

Í hvor­ugu til­fell­inu lét Banka­sýsl­an í ljós þá skoðun sína að mögu­leg kaup bank­ans á TM stönguðust á við eig­anda­stefnu rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Hún gerði ekki held­ur aðrar at­huga­semd­ir, bað um frek­ari gögn eða óskaði eft­ir að hlut­irn­ir væru gerðir með til­tekn­um hætti fyrr en eft­ir að til­boðsferl­inu lauk.“

Keyptu TM með hand­bæru fé

Helga brást við gagn­rýni þess efn­is að til­boðið hafi ekki verið lagt fram með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar.

Það hafi verið mat allra þeirra sem komu að mál­inu að til­boð sem fæli í sér greiðslu með pen­ing­um ein­göngu myndi styrkja til­boð bank­ans.

„Ekki var þörf á út­gáfu nýs hluta­fjár, enda verða eig­in­fjár­hlut­föll bank­ans vel yfir lög­bundn­um mörk­um. Af þeim sök­um ein­um var ekki gert ráð fyr­ir samþykki hlut­hafa­fund­ar.“

mbl.is