Uppskriftin fyrir helgarbaksturinn að þessu sinni kemur úr smiðju Finns Guðbergs Ívarssonar verðandi bakara en hann hefur reglulega opnað uppskriftabækur sínar fyrir lesendum Morgunblaðsins.
Uppskriftin fyrir helgarbaksturinn að þessu sinni kemur úr smiðju Finns Guðbergs Ívarssonar verðandi bakara en hann hefur reglulega opnað uppskriftabækur sínar fyrir lesendum Morgunblaðsins.
Uppskriftin fyrir helgarbaksturinn að þessu sinni kemur úr smiðju Finns Guðbergs Ívarssonar verðandi bakara en hann hefur reglulega opnað uppskriftabækur sínar fyrir lesendum Morgunblaðsins.
Finnur hefur mikið dálæti á að vinna með hágæðahráefni og nýta það vel. Hann elskar að baka og matreiða fyrir sig og sína og er iðinn við að bjóða upp á heimagerðar kræsingar. Finnur er líka listrænn og ber kræsingarnar sínar ávallt fram á fallegan og aðlaðandi hátt.
Finnur sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldsuppskrift að tíramisú sem er tilvalið að bjóða upp á í eftirrétt í matarboðinu um helgina. Uppskriftin er hugsuð fyrir tólf en það er lítið mál að helminga uppskriftina. En af hverju tíramisú? Finnur heldur mikið upp á ítalska eftirrétti og sérstaklega tíramisú sem hefur farið sigurför um heiminn.
Tíramisú er upprunalega frá norðurhluta Ítalíu og sérstaklega borginni Veneto og svæðinu í kring. Tíramisú er einn vinsælasti ítalski eftirrétturinn og löngu orðinn vinsæll um allan heim eins og áður sagði. Hann er uppbyggður með kexi sem hefur legið í kaffi, oft kallað ladyfingers eða frúarfingur, síðan kremi úr mascarpone-osti og rétturinn er ávallt toppaður með kakódufti.
„Sumir telja að tíramisú eigi að vera stíft eins og hlaup en aðrir að það eigi að vera meira laust í sér og kremað.
Ég persónulega er á þeirri skoðun og finnst það bæði bragðbetra og áferðin einnig skemmtilegri. Aftur á móti verður það ekki alveg eins fallegt en þá er hægt að setja eftirréttinn í lítil glös í stað eldfasts móts ef maður vill hafa þetta meira fyrir augað,“ segir Finnur og hvetur hvern og einn til að hafa sinn háttinn á hvernig rétturinn er framreiddur.
Tíramisú
Fyrir 12
Frúarfingur (ladyfingers)
Aðferð:
Mascarpone-krem
Aðferð:
Samsetning
Aðferð: