Kröftugur jarðskjálfti varð um 9,5 km austur af Bárðarbungu upp úr klukkan hálfsjö í morgun.
Kröftugur jarðskjálfti varð um 9,5 km austur af Bárðarbungu upp úr klukkan hálfsjö í morgun.
Kröftugur jarðskjálfti varð um 9,5 km austur af Bárðarbungu upp úr klukkan hálfsjö í morgun.
Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er verið að yfirfæra skjálftann en fyrstu tölur segja að hann hafi verið í kringum 4 til 5 að stærð.
Annar jarðskjálfti reið yfir um klukkan 6.50 og var hann aðeins minni, eða um 2,5 að stærð.
Von er á nákvæmari tölum frá Veðurstofunni fljótlega.
Uppfært kl.7.13:
Skjálftinn mældist klukkan 6.37 í Bárðarbunguöskjunni og samkvæmt fyrstu tölum var hann 5,35 að stærð. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,5 að stærð, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.