Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu í níu ár

Bárðarbunga | 21. apríl 2024

Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu í níu ár

Jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun mældist 5,4 að stærð, að sögn Veðurstofu Íslands. Hann er sá stærsti sem hefur mælst í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk árið 2015.

Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu í níu ár

Bárðarbunga | 21. apríl 2024

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun mældist 5,4 að stærð, að sögn Veðurstofu Íslands. Hann er sá stærsti sem hefur mælst í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk árið 2015.

Jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu í morgun mældist 5,4 að stærð, að sögn Veðurstofu Íslands. Hann er sá stærsti sem hefur mælst í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk árið 2015.

Skjálftinn gæti hafa fundist lítillega í flestum landshlutum (fjólublá svæði á meðfylgjandi korti), að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Engar tilkynningar hafa þó borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is