Hjónin Cheryl og Quran Mccain hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, en 37 ár skilja þau að í aldri þar sem Cheryl er 63 ára á meðan Quran er 26 ára. Að undanförnu hafa þau opnað sig um að vilja eignast barn saman og hafa leyft fylgjendum sínum, sem eru þrjár milljónir talsins, að fylgjast með ferlinu.
Hjónin Cheryl og Quran Mccain hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, en 37 ár skilja þau að í aldri þar sem Cheryl er 63 ára á meðan Quran er 26 ára. Að undanförnu hafa þau opnað sig um að vilja eignast barn saman og hafa leyft fylgjendum sínum, sem eru þrjár milljónir talsins, að fylgjast með ferlinu.
Hjónin Cheryl og Quran Mccain hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, en 37 ár skilja þau að í aldri þar sem Cheryl er 63 ára á meðan Quran er 26 ára. Að undanförnu hafa þau opnað sig um að vilja eignast barn saman og hafa leyft fylgjendum sínum, sem eru þrjár milljónir talsins, að fylgjast með ferlinu.
Aldursbil í samböndum vekja yfirleitt mikla athygli en fólk virðist þó frekar hneyksla sig á því ef konan er eldri en maðurinn rétt eins og í hjónabandi Cheryl og Quran. Það er þó ekki einungis aldursbilið sem hefur vakið athygli á TikTok heldur einnig draumur hjónanna um að eignast barn.
Notendur TikTok hafa ólmir viljað komast að því hvernig Cheryl og Quran ætli að eignast barn saman, en samkvæmt The Sun er meðalaldur tíðarhvarfa í Bandaríkjunum 52 ár en Cheryl er 63 ára.
Nýverið opnuðu Cheryl og Quran sig og sögðu drauminn vera að geta eignast barn með aðstoð staðgöngumóður, en þau segja ferlið hafa verið langt og hafa staðið yfir í rúm tvö ár núna. Þá séu þau búin að reyna að eignast barn með aðstoð fjögurra staðgöngumæðra og séu nú að reyna með aðstoð þeirrar fimmtu.
„Og þó svo að ég geti ekki eignast barn þýðir það ekki að við getum ekki eignast barn með aðstoð staðgöngumóður sem við erum að gera, svo ég mun eignast barnið mitt fyrr eða síðar,“ sagði Cheryl í myndbandinu.