Lokahnykkurinn að fullri starfsemi GAJU

Sorphirða | 22. apríl 2024

Lokahnykkurinn að fullri starfsemi GAJU

Matvælastofnun hefur veitt gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) leyfi til gas- og jarðgerðar úr matarafgöngum, sem falla til í heimiliseldhúsum og stóreldhúsum. 

Lokahnykkurinn að fullri starfsemi GAJU

Sorphirða | 22. apríl 2024

Um­hverf­is­stofn­un gat út starfs­leyfi fyr­ir GAJU í október árið 2020.
Um­hverf­is­stofn­un gat út starfs­leyfi fyr­ir GAJU í október árið 2020. Ljósmynd/Aðsend

Matvælastofnun hefur veitt gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) leyfi til gas- og jarðgerðar úr matarafgöngum, sem falla til í heimiliseldhúsum og stóreldhúsum. 

Matvælastofnun hefur veitt gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) leyfi til gas- og jarðgerðar úr matarafgöngum, sem falla til í heimiliseldhúsum og stóreldhúsum. 

Sömuleiðis hefur starfsstöðin leyfi til að vinna úr ósöluhæfum matvælum frá verslunum og heildsölum.

Um er að ræða lokahnykkinn að fullri starfsemi GAJU sem var fyrst tekin í gagnið árið 2020.

„Nú er GAJA útskrifuð og getur haldið áfram að gera það sem henni var ætlað að gera. Hún hefur framleitt gas frá degi eitt og mun halda því áfram, og hefur þar af leiðandi dregið úr losun frá degi eitt. En það hefur í raun verið moltuhlutinn sem hefur ekki uppfyllt kröfur af því að hráefnið hefur ekki verið nógu hreint,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Sorpu.

Myglugró

Vinnsla á lífrænum úrgangi í moltu var stöðvuð tímabundið í jargerðarstöð Sorpu í september árið 2021 eftir að myglugró greindist í límtréseiningum í þaki og burðarvirki GAJU.

Þá greindust plast, gler og þungmálmar í moltu frá stöðinni þar sem flokkunarbúnaður í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi náði ekki að tryggja stöðinni nógu hreina hráefnisstrauma til moltugerðar.

Breyttist þetta með sérsöfnun á lífrænum úrgangi sem hófst á höfuðborgarsvæðinu í áföngum á síðasta ári. GAJA fékk tímabundið leyfi í byrjun árs til að hefja moltugerð að nýju en er nú komin með varanlegt leyfi.

Hreinna hráefni

„Þegar hráefnið kemur inn í jarðgerðarstöðina er miklu hreinna þá er hráefnið sem kemur út úr henni nógu hreint til þess að hægt sé að nota,“ útskýrir Gunnar Dofri en tekur fram að ekki sé hægt að tryggja að engar plast- og gleragnir rati í moltuna.

Opið hús verður í GAJU á sumardaginn fyrsta og geta gestir og gangandi komið við milli ellefu og þrjú og sótt moltu.

mbl.is