„Staðan er grafalvarleg“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. apríl 2024

„Staðan er grafalvarleg“

Fyrirtæki í Grindavík hafa sent frá sér ákall til þingmanna og ráðherra í Suðurkjördæmi um að gripið verði til úrræða þeim til bjargar.

„Staðan er grafalvarleg“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. apríl 2024

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtæki í Grindavík hafa sent frá sér ákall til þingmanna og ráðherra í Suðurkjördæmi um að gripið verði til úrræða þeim til bjargar.

Fyrirtæki í Grindavík hafa sent frá sér ákall til þingmanna og ráðherra í Suðurkjördæmi um að gripið verði til úrræða þeim til bjargar.

Fram kemur í tilkynningu að fyrirtækin séu komin að þolmörkum og að ekki sé hægt að bíða lengur eftir úrræðum.

„Mikilvægt er að langtímaúrræði sem verið er að smíða miði að því að rekstrargrundvöllur lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja fyrir atvinnustarfsemi í Grindavík er ýmist horfinn eða brostinn. Óvissan er enn gríðarleg og í dag eru 163 dagar síðan náttúruhamfarirnar 10. nóvember riðu yfir,” segir í tilkynningunni.

„Staðan er grafalvarleg og okkur vantar að geta haldið áfram starfsemi og búið til verðmæti á öðrum stað meðan náttúruhamfarirnar ganga yfir. Við eigum það flest sameiginlegt að allt okkar fjármagn er bundið í rekstrartengdum munum og atvinnuhúsnæði.”

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskað er eftir því að úrræði sem verða kynnt fyrir þinglok miði að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtæki sem þurfa að flytja til að geta haldið starfsemi sinni áfram og fyrirtæki sem sjá hvorki rekstargrundvöll í Grindavík né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði.

„Nú er staðan sú að skv. nýjustu upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru miklar líkur á öðru eldgosi í nágrenni Grindavíkur og óvissan er því enn meiri en áður og það sér ekki fyrir endann á óvissunni. Við höfum verið í þó nokkru sambandi við ykkur en okkur finnst mikilvægt að þið skiljið stöðu okkar,” segir einnig í tilkynningunni.

Skýrsla og fundarhöld í vikunni

Nefnt er að Deloitte eigi að skila skýrslu í upphafi þessarar viku og í framhaldi muni ríkisstjórnin smíða frumvarp til laga sem muni hafa áhrif á framtíð fyrirtækjanna.

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur jafnframt boðað til fundar með fyrirtækjum í Grindavík á morgun, þriðjudag, klukkan 16.30.

„Lítil og meðalstór fyrirtæki í Grindavík krefjast þess að þingmenn og ráðherrar Suðurkjördæmis mæti á fundinn í Grindavík, hlusti á þarfir okkar og skilji hvaða úrræði við þurfum og í framhaldi standi með okkur á þessum fordæmalausu tímum.

Á sama tíma og 76,4% af íbúum hafa óskað eftir uppkaupum á íbúðarhúsnæði þola þessi mál enga bið.”

mbl.is