Vilja fækka veiðidögum úr 12 í 10

Strandveiðar | 22. apríl 2024

Vilja fækka veiðidögum úr 12 í 10

„Landssamband smábátaeigenda hefur allt frá því að Fiskistofa auglýsti í fyrsta sinn stöðvun strandveiða, í ágúst 2020, óskað eftir að ráðherra tryggi nægar veiðiheimildir til 12 daga sóknar í hverjum mánuði maí til ágúst. Beiðni LS hefur til þessa ekki borið þann árangur sem vænst hefur verið.“

Vilja fækka veiðidögum úr 12 í 10

Strandveiðar | 22. apríl 2024

Smábátamenn vilja rýmka veiðiheimildir á komandi vertíð, en fækka veiðidögum …
Smábátamenn vilja rýmka veiðiheimildir á komandi vertíð, en fækka veiðidögum í mánuði, til að tryggja jafnræði á milli landshluta. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Landssamband smábátaeigenda hefur allt frá því að Fiskistofa auglýsti í fyrsta sinn stöðvun strandveiða, í ágúst 2020, óskað eftir að ráðherra tryggi nægar veiðiheimildir til 12 daga sóknar í hverjum mánuði maí til ágúst. Beiðni LS hefur til þessa ekki borið þann árangur sem vænst hefur verið.“

„Landssamband smábátaeigenda hefur allt frá því að Fiskistofa auglýsti í fyrsta sinn stöðvun strandveiða, í ágúst 2020, óskað eftir að ráðherra tryggi nægar veiðiheimildir til 12 daga sóknar í hverjum mánuði maí til ágúst. Beiðni LS hefur til þessa ekki borið þann árangur sem vænst hefur verið.“

Svo segir í bréfi sem Landssamband smábátaeigenda sendi Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur sem nýverið tók við embætti matvælaráðherra, en engin viðbrögð fengið enn, upplýsir Örn Pálsson framkvæmdastjóri landssambandsins í smatali við Morgunblaðið.

Í bréfinu segir enn fremur að rúmt ár sé liðið frá því að landssambandið viðraði þá hugmynd að á meðan stjórnvöld sæju sér ekki fært að auka við veiðiheimildir til strandveiða og þar til yfirstandandi endurskoðun á lögum ljúki verði ákvæði um stöðvun vikið til hliðar, jafnframt sem veiðidögum verði fækkað um tvo í hverjum mánuði. „Full eining er um málið meðal svæðisfélaga LS að fara þessa leið,“ segir þar.

Umfjöllunina má lesa í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is