Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti skrifar um mat sem er auglýstur sem heilsuvara en er það í raun og veru ekki. Hvað er til ráða?
Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti skrifar um mat sem er auglýstur sem heilsuvara en er það í raun og veru ekki. Hvað er til ráða?
Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti skrifar um mat sem er auglýstur sem heilsuvara en er það í raun og veru ekki. Hvað er til ráða?
Dásemd eða drasl? Ég hef verið að spyrja sjálfa mig þessarar spurningar mest allt lífið og þá í samhengi við ýmislegt. Hugsanlega þó oftast í sambandi við mat og drykkjarvörur í seinni tíð.
Það er óhætt að segja að landslagið hafi breyst hressilega í þessum svo kölluðu heilsuhillum verslana og ég vil meina, að líklega flokkist minna og minna undir það að vera nálægt því að vera heilsusamlegt.
Í gamla daga var eiginlega hægt að ganga að þessum hillum og velja sér eitthvað gott, án þess að hafa of miklar áhyggjur af að innihald vörunnar væri einhverskonar eiturefnadrullumall. Þá var hægt að ganga út frá því að innihaldslýsingin væri á læsilegu formi og í þannig leturstærð að mannsaugað gæti lesið það.
Þetta er ekki raunin lengur.
Í dag er allt vaðandi í „drasli“ í þessum hillum sem á nákvæmlega ekkert skylt við það að vera heilsusamlegt.
Lykilorðin virðast vers „sykurlaust“ og „próteinríkt“ og þá er vörunni skellt í heilsuhilluna.
Þá virðist engu skipta að innihaldið sé grautur af lággæða illa nýtanlegu próteini, gervisykri af verstu sort, lélegum olíum, bragðefnum og allskonar auka og bindiefnum. Innihaldslýsingin er svo af því tagi að enginn skilur um hvað málið snýst.
Þetta er svo auðvitað auglýst í drasl sem frábær hollusta.
Þetta er auðvita einfalt, það getur enginn haldið því fram að svona vörur, sem meira og minna eru kokkaðar úr einhverju gervidóti og fæstir vita hvað er, séu einhver hollusta.
Þessar vörur eru þó misjafnar og sem betur fer leynast einhverjar inná milli sem eru ekki alslæmar, en það getur verið erfitt að finna þær.
Í fullkomnum heimi myndum við ekki hafa þörf fyrir svona fæðu og myndum borða mest af mat sem hefur enga innihaldslýsingu. Kjöt, fisk, egg, grænmeti, ávexti, hnetur, baunir, fræ, þið vitið hvað ég meina.
En í hraða nútímans, þar sem allt er á fullu gasi alla daga, þá virðist þessi kostur auðvitað aðlaðandi. Það er heldur ekkert að því einstaka sinnum að nýta sér svona vörur í neyð, en þá er allavega gott að átta sig á hvað maður er að gera og hvað stykkið, duftið eða kakan inniheldur. Það að vera upplýst er lykilatriði.
Eru þetta ekki alltaf þessi 80% sem við viljum hafa í lagi í mataræðinu?
Ég held það og flest viljum við stefna á eitthvað jafnvægi á þeim nótum.