Fórnarlömb meints mansals í máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le, voru alls 40. Af þeim einstaklingum voru 34 á tímabundnum atvinnuleyfum hér á landi.
Fórnarlömb meints mansals í máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le, voru alls 40. Af þeim einstaklingum voru 34 á tímabundnum atvinnuleyfum hér á landi.
Fórnarlömb meints mansals í máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le, voru alls 40. Af þeim einstaklingum voru 34 á tímabundnum atvinnuleyfum hér á landi.
26 þeirra eru nú komin með starf og þrjú til viðbótar með vilyrði um starf. Fimm einstaklingar eru því útistandandi eins og staðan er í dag.
Þetta kom fram í máli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra er hann svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar vakti athygli á að sjö vikur væru liðnar frá því að lögreglan réðst í aðgerðir vegna rökstudds gruns um vinnumansal og að fórnarlömbin hefðu fengið skýr skilaboð í kjölfarið um að framtíð þeirra á Íslandi væri tryggð.
„En svo er ekki og á það hefur ASÍ bent. Í tilboði stjórnvalda felst að hluti hópsins, ekki alls hópsins, eru tryggð sömu réttindi og hann hafði fyrir aðgerðina, þ.e. réttinn til fjölskyldusameiningar og óskertan rétt til ótímabundins dvalarleyfis,“ segir Þórunn.
Þeim sem ekki hefur verið tryggður þessi réttur er sagt að verði þau ekki búin að finna sér nýtt starf fyrir 15. maí næstkomandi fái þau svokallað umþóttunarleyfi en það leyfi er gefið út til skamms tíma og felur ekki í sér rétt til ótímabundins dvalarleyfis, og getur ekki verið grundvöllur fjölskyldusameiningar.
„Það er verra leyfi eins og allir vita.“
Þórunn benti þá á að miðstjórn ASÍ hefði ályktað vegna málsins og kallað eftir því að stjórnvöld eyði umsvifalaust allri óvissu um framtíð ætlaðra þolenda í þessu máli, og þá sérstaklega hvað varðar dvalar- og atvinnuleyfi þeirra.
Guðmundur Ingi sagði það að tryggja fólkinu atvinnu væri besta leiðin til að aðstoða það og að rík áhersla hafi verið lögð á að það takist. Fulltrúar stjórnvalda hafi fundað reglulega með ASÍ og fórnarlömbum.
Hann bætti við að með því að finna vinnu fyrir fólkið tryggði það ekki bara að það geti verið hér á landi áfram heldur einnig að það geti notið frekari réttinda, sem meðal annars snúa að því að vinna sér inn réttindi upp í ótímabundið atvinnuleyfi og svo framvegis.
„Varðandi dagsetningunni 15. maí þá mun ég beita mér fyrir því að sú dagsetning verði að sjálfsögðu sveigjanleg ef til þess kemur að ekki verði öll komin með vinnu fyrir þann tíma.“
Að lokum sagði Guðmundur Ingi að það velti mikið á því að vel takist til núna upp á að svipaðar aðgerðir í framtíðinni gangi vel.
„Því að við höfum vísbendingar um að pottur sé víðar brotin heldur en í þessu máli.“