Af hverju að búa til granóla?

Uppskriftir | 25. apríl 2024

Af hverju að búa til granóla?

Hvað er betra en eiga heimagert granóla ofan á morgunverðinn, skyrið, gríska jógúrtið eða á það sem hugur ykkar girnist? Finnur Guðberg Ívarsson bakaranemi er mikill áhugamaður um allt sem tengist bakstri og matargerð og leggur metnað sinn í að gera allt frá grunni. Hann á heiður af þessari frábæru uppskrift að granóla sem hann gerir frá grunni.

Af hverju að búa til granóla?

Uppskriftir | 25. apríl 2024

Girnilegt þetta heimagerða granóla.
Girnilegt þetta heimagerða granóla. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað er betra en eiga heimagert granóla ofan á morgunverðinn, skyrið, gríska jógúrtið eða á það sem hugur ykkar girnist? Finnur Guðberg Ívarsson bakaranemi er mikill áhugamaður um allt sem tengist bakstri og matargerð og leggur metnað sinn í að gera allt frá grunni. Hann á heiður af þessari frábæru uppskrift að granóla sem hann gerir frá grunni.

Hvað er betra en eiga heimagert granóla ofan á morgunverðinn, skyrið, gríska jógúrtið eða á það sem hugur ykkar girnist? Finnur Guðberg Ívarsson bakaranemi er mikill áhugamaður um allt sem tengist bakstri og matargerð og leggur metnað sinn í að gera allt frá grunni. Hann á heiður af þessari frábæru uppskrift að granóla sem hann gerir frá grunni.

Finnur Guðberg Ívarsson bakari veit fátt skemmtilegra að gera allan …
Finnur Guðberg Ívarsson bakari veit fátt skemmtilegra að gera allan sinn mat og krásir frá grunni. mbl.is/Árni Sæberg

Granóla er upprunalega frá Bandaríkjunum og var fyrst búið til úr hnetum og hrísgrjónum aðallega brúnum, síðan þróaðist þetta og bættust við fleiri hráefni til að mynda, hafra, fræ og þurrkaðir ávextir.

Það eru nokkrir kostir við það að gera sitt eigið granóla fyrir utan það hvað það er gaman, til dæmis að maður getur stjórnað innihaldinu og bætt við eða skipt út hnetum, fræjum eða þurrkuðum ávöxtunum eftir smekk. Heimagert granóla inniheldur oft minni sykur en það sem er keypt út í búð og er því hollara. Einnig getur verið mun ódýrara að gera sitt eigið granóla. Vegna alls þessa er svo miklu betra að búa til sitt eigið granóla.

Gott er að geyma granóla í góðri glerkrukku með loki.
Gott er að geyma granóla í góðri glerkrukku með loki. mbl.is/Árni Sæberg

Granóla

  • 5 dl tröllahafrar                                
  • 1 ½ dl pekanhnetur                      
  • 1 dl hakkaðar möndlur             
  • 1 dl kókosflögur                               
  •  1 tsk. kanill                                         
  • ½ tsk. salt                                             
  • 75 ml kókosolía                               
  • 125 ml. Maple síróp                     

Aðferð:

  1. Byrjið á því að grófhakka pekanhneturnar og blandið svo öllum hráefnum vel saman.
  2. Dreifið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið við 160°C í 20-25 mínútur eða þar til blandan verður gullin brún.
  3. Slökkvið síðan á ofninum og skiljið plötuna eftir inn í ofninum í um það bil 1 klukkustund, látið kólna og setjið í krukku með loki.
  4. Berið síðan fram með því sem hugurinn girnist.
mbl.is