„Umsátursástand“

Strætó | 25. apríl 2024

„Umsátursástand“

„Hér ríkir umsátursástand um bílastæði. Við erum þeirrar skoðunar að þessi ótímasetti flutningur endastöðvar Strætós frá Hlemmi, án fyrirheits um hvenær þessi starfsemi fari, hefði átt að fara á minna íþyngjandi stað,“ segir Axel Hall, formaður húsfélagsins Völundar, um framkvæmdir borgarinnar og fyrirhugaða starfsemi á endastæðum Strætós bs. við Skúlagötu.

„Umsátursástand“

Strætó | 25. apríl 2024

Framkvæmdir við strætóstæðin fara illa í íbúana.
Framkvæmdir við strætóstæðin fara illa í íbúana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hér ríkir umsátursástand um bílastæði. Við erum þeirrar skoðunar að þessi ótímasetti flutningur endastöðvar Strætós frá Hlemmi, án fyrirheits um hvenær þessi starfsemi fari, hefði átt að fara á minna íþyngjandi stað,“ segir Axel Hall, formaður húsfélagsins Völundar, um framkvæmdir borgarinnar og fyrirhugaða starfsemi á endastæðum Strætós bs. við Skúlagötu.

„Hér ríkir umsátursástand um bílastæði. Við erum þeirrar skoðunar að þessi ótímasetti flutningur endastöðvar Strætós frá Hlemmi, án fyrirheits um hvenær þessi starfsemi fari, hefði átt að fara á minna íþyngjandi stað,“ segir Axel Hall, formaður húsfélagsins Völundar, um framkvæmdir borgarinnar og fyrirhugaða starfsemi á endastæðum Strætós bs. við Skúlagötu.

Völundur er félag íbúðareigenda í sex húsum við Klapparstíg og einu við Skúlagötu. Hefur félagið kært breytingu borgarinnar á deiliskipulagi umrædds svæðis við Skúlagötu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Einnig er þess krafist að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi og allar framkvæmdir stöðvaðar tafarlaust á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni.

Axel segir það mat íbúanna að bæði framkvæmdir og starfsemi Strætó þarna sé mjög mengandi og falli heldur ekki að íbúabyggðinni. Í kæru Völundar er m.a. bent á að með breyttu deiliskipulagi sé gróflega brotið á eignarrétti íbúa í nærliggjandi húsum og hagsmunum þeirra raskað.

Bendir Axel á að strætóstöðin verði fyrir framan svefnherbergisglugga hjá þriðjungi íbúanna við Klapparstíg og Skúlagötu, frá sjö að morgni til hálftólf á kvöldin, með tilheyrandi ónæði.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is