Halla Tómasdóttir er pönkari inn við beinið

Áhugavert fólk | 26. apríl 2024

Halla Tómasdóttir er pönkari inn við beinið

Í tilefni komandi forsetakosninga ákvað Smartland að skyggnast á bak við tjöldin og spyrja forsetaframbjóðendur spjörunum úr. Forvitnast um það sem fáir vita en allir ættu hins vegar að vita. 

Halla Tómasdóttir er pönkari inn við beinið

Áhugavert fólk | 26. apríl 2024

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni komandi forsetakosninga ákvað Smartland að skyggnast á bak við tjöldin og spyrja forsetaframbjóðendur spjörunum úr. Forvitnast um það sem fáir vita en allir ættu hins vegar að vita. 

Í tilefni komandi forsetakosninga ákvað Smartland að skyggnast á bak við tjöldin og spyrja forsetaframbjóðendur spjörunum úr. Forvitnast um það sem fáir vita en allir ættu hins vegar að vita. 

Fimm spurningar fyrir forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir

Fyrsti kossinn?

„Fyrsti kossinn við eiginmanninn átti sér stað fyrir 25 árum, kvöldið sem Selma Björnsdóttir söng „All out of luck“. Kossinn var svo ógleymanlegur að ég hreinlega gleymdi samstundis öllum fyrri kossum.“

Hvaða plaköt prýddu veggi herbergis þíns á unglingsárunum? 

„Ég málaði The Wall með Pink Floyd á einn vegginn í herberginu mínu, mömmu til armæðu. Átti líka mjög flott plakat með Kiss og nokkur með Bono og U2.“

Fyrstu tónleikarnir?

„Líklega voru fyrstu tónleikarnir á Íslandi með Egó og Fræbblunum og öðrum góðum pönkrokk hljómsveitum á Rútstúni á Kársnesinu í Kópavogi. Ég man að við skemmtum okkur svo vel að ein vinkona mín reif pilsið sitt upp í streng í djörfum dansi.

Ég fór svo á fyrstu stórtónleikana í útlöndum í Birmingham í Alabama þegar ég var í háskóla og sá þá U2 í fyrsta en sannarlega ekki síðsta sinn.“

Uppáhaldsárstíð?

„Íslenskt sumar, það jafnast ekkert á við fallega sumarnótt með sinni einstöku birtu. Best er þá að vera úti í náttúrunni og helst í góðum félagsskap söngelskandi vina.“

Botnaðu setninguna: Minn forseti er:

„Heiðarleg, einlæg, dugleg og framsýn kona sem leiðir hópa og kynslóðir saman til samtals og samstarfs um betri framtíð fyrir börnin okkar.“

mbl.is