Dýrleif Sveinsdóttir förðunarmeistari farðaði Arnhildi Önnu Árnadóttur kraftlyftingakonu fyrir Brúðkaupsblað Morgunblaðsins. Hún vildi hafa húðina glóandi og augnförðunina milda og áhrifaríka. Hún ýkti möndlulaga form augnanna með leynitrixi sem þið getið lært.
Dýrleif Sveinsdóttir förðunarmeistari farðaði Arnhildi Önnu Árnadóttur kraftlyftingakonu fyrir Brúðkaupsblað Morgunblaðsins. Hún vildi hafa húðina glóandi og augnförðunina milda og áhrifaríka. Hún ýkti möndlulaga form augnanna með leynitrixi sem þið getið lært.
Dýrleif Sveinsdóttir förðunarmeistari farðaði Arnhildi Önnu Árnadóttur kraftlyftingakonu fyrir Brúðkaupsblað Morgunblaðsins. Hún vildi hafa húðina glóandi og augnförðunina milda og áhrifaríka. Hún ýkti möndlulaga form augnanna með leynitrixi sem þið getið lært.
Dýrleif segir að það skipti miklu máli að hugsa vel um húðina vikurnar fyrir brúðkaup til að brúðarförðun njóti sín sem best. Ef húðin er vel nærð eru meiri líkur á að förðunin verði framúrskarandi.
„Hreinsun er nauðsynlegt byrjunarskref að mínu mati. Abeille Royale Fortifying Lotion with Royal Jelly frá Guerlain breytir húðinni í silki og baðar hana í nærandi hunangsríkri hýalúrónsýru. Góður raki og vel unnin húð er lykillinn að fallegri förðun ásamt góðu mataræði og mikilli vatnsdrykkju,“ segir Dýrleif aðspurð hvað geti aukið fegurð á brúðkaupsdaginn. Dýrleif nuddaði Abeille Royale Advanced Youth Watery Oil vel inn í húðina en um er að ræða blöndu af serumi og hunangsolíu. Hún segir hægt að nota það eitt og sér en það sé afbragð að blanda því út í farðann ef fólk vill léttari áferð. Svo bar hún Abeille Royale Double R Renew & Repair Eye Serum í kringum augun en það inniheldur hýalúrónsýru, peptíð og koffín sem vinnur sérstaklega vel á þreyttu augnsvæði og hentar því vel fyrir stórviðburði eins og brúðkaup.
„Í lok húðmeðferðarinnar setti ég Double R-andlitsserumið á Arnhildi en það er svo einstaklega þægileg formúla sem læsir rakann í húðinni og veitir langvarandi náttúrulegan ljóma sem skín í gegn um farðann um leið og það vinnur á fínum línum.“
Dýrleif notaði Terracotta Le Teint-farðann á Arnhildi. Svo setti hún Terracotta-hyljara undir augun og skyggði andlitið með sólarpúðri.
„Ég valdi Terracotta Bronzing Powder í litnum Medium á bæði andlitið og augun á Arnhildi en hann gefur svo fallegan sólkysstan ljóma. Sólarpúður er best að bera á öll útstæðustu beinin á andlitinu eins og kinnbein, ennisbein, augnbein og nefbein. Mér finnst best að bera það á með stórum bursta ef ég vil ná fram draumkenndri áferð. Ef ég er hins vegar að skyggja andlitið mjög nákvæmlega finnst mér best að nota minni bursta,“ segir Dýrleif.
Þegar hún er spurð hver galdurinn sé við að ná fram hinni fullkomnu skyggingu á andlitið segist hún nota hyljara undir kinnbeinin.
„Þegar búið er að skyggja andlitið set ég smá hyljara undir kinnbeinin til þess að lyfta andlitinu upp,“ segir Dýrleif. Þegar hún var búin að nota þetta trix á Arnhildi setti hún kinnalit í kinnarnar.
„Ég valdi mildan kóral-lit á Arnhildi en hann gefur heildarmyndinni mikla hlýju sem mér finnst undirstrika náttúrulega brúðarförðun,“ segir hún.
Ýkti möndlulaga form augnanna með förðun
„Arnhildur er með svo ótrúlega falleg græn og björt augu svo við völdum liti sem draga fram það besta. Augnskuggapallettan Imperial Moon frá Guerlain er hin fullkomna litasamsetning fyrir alla. Ég þori að lofa að þessir litir draga ekki einungis fram grænan augnlit heldur hvaða augnlit sem er. Mér finnst gaman að nota liti í kaldari kantinum á móti hlýja brúna augnblýantinum, sólarpúðrinu og kinnalitnum,“ segir Dýrleif og bætir við:
„Fyrst var brúni augnblýanturinn settur í ytri augnkrók og blandaður út líkt og augnskuggi með litlum þéttum bursta. Þannig verður til meiri dýpt og blýanturinn virkar eins og lím fyrir augnskuggann sem kemur ofan á. Hann helst betur á.
Liturinn í neðra hægra horninu á augnskuggapallettunni er svokallaður „taupe“-litur og er blanda af brúnum, gráum, gylltum og sanseruðum lit sem klikkar ekki yfir hvaða augnlok sem er. Hann fór yfir allt augnlokið og upp að augnbeini eða þar sem sólarpúðrið tók við. Liturinn var blandaður með stórum bursta svo hvorki sást hvar augnförðunin byrjaði né endaði. Það skiptir máli að hafa hafa lítinn lit í burstanum svo að blöndunin gangi sem best en hér er góð blöndun mikilvæg. Svo bætti ég silfraða augnskugganum yfir mitt augnlokið til þess að framkalla birtu beint yfir fallegu grænu augunum hennar Arnhildar.
Brúni augnblýanturinn var borinn aftur á ytri augnkrók til þess að draga augun aðeins út og alveg niðri við rótina með örlitlum spíss til að styrkja endalínuna við maskarann,“ segir Dýrleif.
Til þess að gera augun meira möndlulaga setti Dýrleif augnblýantinn aðeins á 1/4 í endann á vatnslínunni. Það rammar augun betur inn og gerir heildarmyndina heillandi.
„Varaprimer er besti vinur varalitarins og hefur Kiss Kiss Lip Lift frá Guerlain sléttandi áhrif bæði á varirnar og varalínuna. Ég bar hann yfir allar varirnar og örlítið út fyrir til þess að koma í veg fyrir að varaliturinn eða glossinn smitaðist út í línur. Einnig gulltryggir hann langvarandi endingu og undirbýr varirnar svo komandi vörur haldist enn betur á. Ég dumpaði varalit með flöffí bursta á varirnar til að halda þeim náttúrulegum. Til að toppa setti ég hunangsblönduðu varaolíulínuna yfir. Áferðin er algjörlega ávanabindandi og framkallar speglaglans á varirnar sem fær þær til að glampa í kílómetrafjarlægð,“ segir hún.
Til þess að fullkomna heildarmyndina setti Dýrleif ljómapúður yfir kinnar, enni, nef og bringu en púðrið kom á markað 1987 og þótti mikið förðunarundur og þykir reyndar enn.
„Þessi íkoníska förðunarvara kom fyrst á markað árið 1987 og eru blandaðar púðurperlur sem sameina alla kosti púðurs og ljóma í einni vöru. Þær litaleiðrétta, festa farða, matta og lýsa upp lokaútlitið á einstakan hátt sem viðheldur náttúrulegum ljóma allan daginn,“ segir Dýrleif og bætir við:
„Síðast en ekki síst skiptir máli að ilma vel á brúðkaupsdaginn því oft geymir ilmur dýrmætustu minningarnar. Ilmurinn sem Arnhildur valdi í lok brúðarförðunarinnar var Aqua Allegoria Flora Bloom sem er unaður fyrir skynfærin, en hann er gerður úr kókóshnetu, muski og sandalviði. Hjartanótan í ilminum er safaríkur sítrus,“ segir hún.