Heimsins bestu Húsó-fiskbollurnar með karrísósu

Uppskriftir | 27. apríl 2024

Heimsins bestu Húsó-fiskbollurnar með karrísósu

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins. Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að fiskbollum með karrísósu sem mörgum þykja vera heimsins bestu fiskbollur. Með fiskbollunum er gjarnan boðið upp á ferskt salat, grjón, karrísósu og heimalagað remúlaði.

Heimsins bestu Húsó-fiskbollurnar með karrísósu

Uppskriftir | 27. apríl 2024

Húsó-fiskbollurnar bornar fram með fersku salati, karrísósu, grjónum og heimagerðu …
Húsó-fiskbollurnar bornar fram með fersku salati, karrísósu, grjónum og heimagerðu remúlaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins. Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að fisk­boll­um með karrísósu sem mörg­um þykja vera heims­ins bestu fisk­boll­ur. Með fisk­boll­un­um er gjarn­an boðið upp á ferskt sal­at, grjón, karrísósu og heima­lagað remúlaði.

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins. Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að fisk­boll­um með karrísósu sem mörg­um þykja vera heims­ins bestu fisk­boll­ur. Með fisk­boll­un­um er gjarn­an boðið upp á ferskt sal­at, grjón, karrísósu og heima­lagað remúlaði.

„Hérna í Húsó ger­um við stund­um nokkr­ar sós­ur með matn­um, sitt sýn­ist hverj­um og smekk­ur fólks get­ur líka verið mis­jafn þá er gott að hafa val. Mat­reiðslu­kenn­ar­inn okk­ar, Guðrún, er iðulega kenna margt í einu og þá eru stund­um nokkr­ar sós­ur með matn­um og nem­end­ur geta prófað sig áfram hvað þeim þykir passa best. Til að mynda get­ur verið gott að fá sér heima­lagað remúlaði með fisk­boll­un­um,“ seg­ir Marta María. Upp­skrift­ina að remúlaðinu má finna í eldri grein hér fyr­ir neðan.

Húsó-fisk­boll­ur með karrísósu

Fisk­boll­ur

  • 800 g roð og bein­laus fisk­ur (ýsa eða þorsk­ur)
  • 3 ½ msk. hveiti
  • 3 ½ msk. kart­öfl­umjöl
  • 1 ½ tsk. salt
  • 2 tsk. lauk­duft eða ½ lauk­ur
  • ¼ tsk. hvít­ur pip­ar
  • ½ tsk. papriku­duft
  • 4 dl mjólk
  • 1 egg

Aðferð: 

  1. Skerið fisk­inn í litla bita og setjið allt nema egg og mjólk í mat­vinnslu­vél og maukið nokkuð vel.
  2. Bætið tveim­ur dl af mjólk út í og maukið meira.
  3. Eggið og mjólk­in sem er eft­ir er sett út í og maukað vel.
  4. Mótið boll­ur með mat­skeið steikið í góðri olíu með smjörklípu (ef vill) á pönnu við góðan hita.

Karrísósa

  • ½ lauk­ur
  • 2 ½ tsk. karrí
  • 2 msk. smjör
  • 5 dl vatn
  • 1 tsk. fiskkraft­ur (má nota kjöt­kraft)
  • 1 dl kalt vatn eða mjólk
  • 3 msk. hveiti

Aðferð:

  1. Saxið lauk, bræðið smjör í potti við væg­an hita og látið lauk­inn og karríið steikj­ast í smjör­inu.
  2. Bætið vatni og fiskkrafti útí og hitið að suðu.
  3. Setjið kalt vatn eða mjólk og hveiti í hristiglas og hristið sam­an, jafnið sós­una.
  4. Bragðbætið með krafti, karrí eða salti.
  5. Má nota til dæm­is kjötsoð í staðinn fyr­ir vatnið í sós­una ef hún er höfð með soðnu kjöti.
mbl.is