Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, hlaut í dag verðlaun fyrir fréttamynd ársins 2023. Myndin var tekin á samverustund Grindvíkinga í Hallgrímskirkju í nóvember.
Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, hlaut í dag verðlaun fyrir fréttamynd ársins 2023. Myndin var tekin á samverustund Grindvíkinga í Hallgrímskirkju í nóvember.
Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, hlaut í dag verðlaun fyrir fréttamynd ársins 2023. Myndin var tekin á samverustund Grindvíkinga í Hallgrímskirkju í nóvember.
Klukkan 15 í dag voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir myndir ársins 2023. Veitt voru verðlaun fyrir fréttamynd ársins og mynd ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands.
„Fréttamynd ársins sýnir hina hliðina á einu stærsta fréttamáli ársins, jarðhræringunum á Reykjanesi. Myndin er frá samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Við sáum margar stórkostlegar myndir frá sjálfum eldunum og eyðileggingunni sem hræringarnar höfðu í för með sér, en sigurmyndin fangar með eftirminnilegum hætti mannlegu hliðina, hvernig samfélagið varð þéttara og fólk sýndi hvert öðru stuðning á erfiðum tíma,“ segir í umsögn dómnefndar við myndina.
Kjartan Þorbjörnsson, eða Golli, ljósmyndari á Heimildinni og fyrrverandi ljósmyndari mbl.is, hlaut verðlaun fyrir mynd ársins 2023.
„Mynd ársins 2023 er við fyrstu sýn einföld og kyrrlát. Hún er þó afar táknræn og hlaðin tilfinningu. Myndin sýnirYazan, ungan flóttamann fráGaza, þar sem hann skreytir tímabundið athvarf sitt hér á landi með jólaljósum og fána heimalands síns. Myndin kallar fram tilfinningar á borð við hryggð og samkennd og kemur vel til skila stolti hans yfir uppruna sínum og heimili, heimili sem nú er glatað,“ segir í umsögn við myndina.
Á ljósmyndasýninguna Myndir ársins 2023 voru valdar 102 myndir frá 17 blaðaljósmyndurum af óháðri dómnefnd úr fjölda innsendra mynda. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum sem eru fréttamyndir, myndir úr daglegu lífi, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir fréttamynd ársins og eina mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins.
Dómnefndina skipuðu Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Snorri Gunnarsson og Andrea Bruce sem var formaður dómnefndar. Andrea er stríðsfréttaljósmyndari frá Bandaríkjunum og hefur meðal annars unnið í Írak og Palestínu fyrir tímarit eins og The New York Times og National Geographic.