Nýkrýndur kokkur ársins grillar og fagnar sumri

Uppskriftir | 27. apríl 2024

Nýkrýndur kokkur ársins grillar og fagnar sumri

Hinrik Örn Lárusson er einn eigenda Lux veitinga, Sælkerabúðarinnar og Sælkeramatar og veit fátt skemmtilegra en að grilla góðar steikur og setja saman girnilegt meðlæti.

Nýkrýndur kokkur ársins grillar og fagnar sumri

Uppskriftir | 27. apríl 2024

Hinrik Örn Lárusson er nýkrýndur kokkur ársins 2024 og elskar …
Hinrik Örn Lárusson er nýkrýndur kokkur ársins 2024 og elskar fátt meira en grillkjöt. Hann ætlar að fagna sumri með því að grilla sér góða steik. Samsett mynd

Hinrik Örn Lárus­son er einn eig­enda Lux veit­inga, Sæl­kera­búðar­inn­ar og Sæl­keramat­ar og veit fátt skemmti­legra en að grilla góðar steik­ur og setja sam­an girni­legt meðlæti.

Hinrik Örn Lárus­son er einn eig­enda Lux veit­inga, Sæl­kera­búðar­inn­ar og Sæl­keramat­ar og veit fátt skemmti­legra en að grilla góðar steik­ur og setja sam­an girni­legt meðlæti.

Hinrik vann keppn­ina Kokk­ur árs­ins á dög­un­um sem hald­in var í IKEA en það er Klúbb­ur mat­reiðslu­meist­ara sem á og rek­ur keppn­irn­ar Kokk­ur árs­ins og Græn­met­iskokk­ur árs­ins, sem einnig var krýnd­ur á þess­um tíma­mót­um.

Hinrik Örn Lárusson er nýkrýndur Kokkur ársins 2024.
Hinrik Örn Lárus­son er nýkrýnd­ur Kokk­ur árs­ins 2024. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvernig til­finn­ing er hafa unnið titil­inn kokk­ur árs­ins um helg­ina?

„Það er al­veg ein­stök til­finn­ing, eitt­hvað sem mig hef­ur langað mjög lengi. Það er því­lík­ur heiður að vera kom­inn í hóp með þeim snilld­ar­kokk­um sem bera þenn­an titil.“

Hvernig und­ir­bjóstu þig fyr­ir keppn­ina?

„Í raun hefst und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir þessa keppni þegar maður byrj­ar að læra, þetta snýst um að elda mat í hinu leynd­ar­dóms­fulla eld­húsi og það eina sem get­ur und­ir­búið þig al­menni­lega er reynsla. Ég byrjaði að æfa mig sér­stak­lega á mánu­degi fyr­ir keppni, það er að segja þrem­ur dög­um fyr­ir for­keppn­ina, og síðan fór aðal­keppn­in fram tveim dög­um síðar. Við feng­um að vita um skyldu­hrá­efnið fyr­ir for­keppni. Þannig að öll vik­an fór í und­ir­bún­ing og keppni. Jafn­framt hef ég líka keppt mikið í keppn­ismat­reiðslu í gegn­um tíðina og er með fína reynslu og þekk­ingu úr keppn­is­heim­in­um.“

Hvað þarf kokk­ur­inn að hafa til brunns að bera til að geta unnið keppn­ina?

„Fyrst og fremst að hafa sjálfs­traust, trúa á sjálf­an sig og það sem maður er að gera og gefa allt í botn.“

Æfing­ar fyr­ir næstu keppni hefjast eft­ir sum­arið

Aðspurður seg­ir Hinrik að eft­ir keppn­ina taki al­var­an við. „Nú er ég að fara að vinna aft­ur og setja allt á fullt fyr­ir grill­sum­arið mikla í Sæl­kera­búðinni og síðan byrja æf­ing­ar aft­ur eft­ir sum­arið fyr­ir Nordic Chef of the Year sem verður hald­in í Hern­ing í Dan­mörku í mars árið 2025. En sigr­in­um fylgdi líka þátt­töku­rétt­ur fyr­ir Íslands hönd í þess­ari keppni.“

Í keppn­inni um kokk árs­ins þurfti að mat­reiða og fram­reiða þriggja rétta máltíð og ákveðið skyldu­hrá­efni þurfti að vera í rétt­un­um. Þegar Hinrik er spurður um mat­seðil­inn sem hann bauð upp á svaraði hann því til að hann hefði ein­ung­is séð eina leið greiða eft­ir að hann sá skyldu­hrá­efnið. „Í aðal­rétt var skyldu­hrá­efnið lamb og smjör­deig og ég hugsaði strax til þess að gera Well­ingt­on, rest var í raun bara ég að gera eitt­hvað sem mér fannst gott.“

Svona leit vinn­ings­mat­seðill­inn hans Hinriks út í keppn­inni um kokk árs­ins:

  • For­rétt­ur Hæg­eldað andaregg, con­fit-kart­öfl­ur, skyrkart­öflu­sal­at og hollandaise-sósa. Skyldu­hrá­efn­in voru andaregg og gullauga-kart­öfl­ur.
  • Aðal­rétt­ur Bakaður lambahrygg­ur og Lamba-Well­ingt­on borið fram með bakaðri seljurót með hesli­hnetu­dress­ingu, fyllt­ur lauk­ur með grænerturagú og lamba­soðgljái. Skyldu­hrá­efnið var lambahrygg­ur eldaður á tvo vegu.
  • Eft­ir­rétt­ur Hvít súkkulaðimús, hvít súkkulaðikaka, söl, mar­ens og kræki­berjasor­bet. Skyldu­hrá­efn­in voru kræki­ber, hvítt súkkulaði og söl.

Nauta-ri­beye borið fram með grilluðum asp­as og toppkáli

Þessa dag­ana er grill­sum­arið efst í huga Hinriks og hann er þegar bú­inn að ákveða hvað hann ætl­ar að grilla til að fagna sumr­inu með sínu fólki. „Ég er al­gjör grill­kall og elska gott grill­kjöt, þannig að frá og með 1. apríl til 1. októ­ber eru flest­ar máltíðirn­ar mat­reidd­ar á grill­inu. Í miklu upp­á­haldi hjá mér núna er grillað nauta-ri­beye eða nauta-striploin frá Umi sem fæst í Sæl­kera­búðinni, borið fram með grilluðum asp­as og toppkáli og ses­am­hrís­grjón­um. Það er súper ein­falt að út­búa þess­ar kræs­ing­ar og þetta er ótrú­lega góður mat­ur. Það tek­ur ein­ung­is um 20 mín­út­ur að græja þessa grill­máltíð.

Ég mæli með að grill­ar­ar fari aðeins út fyr­ir kass­ann í sum­ar og prófi nýj­ar nauta­steik­ur, það mun koma mörg­um á óvart hvað þær eru góðar, eins og striploin, flank, cu­lotte og chuck flap svo fátt eitt sé nefnt,“ seg­ir Hinrik að lok­um og dríf­ur sig út til grilla steik drauma sinna.

Grillaða ribeye-nautasteikin hans Hinriks ásamt meðlætinu, grilluðum aspas, toppkáli og …
Grillaða ri­beye-nauta­steik­in hans Hinriks ásamt meðlæt­inu, grilluðum asp­as, toppkáli og sus­hi-grjón­un­um, lít­ur girni­lega út og mun sóma sér vel í næstu grill­veislu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Grilluð ri­beye- eða striploin-nauta­steik og meðlæti

Fyr­ir 2

  • 400 g naut­ari­beye eða striploin
  • 1 búnt grænn asp­as
  • ½ haus toppkál
  • 1 pk sus­hi-grjón
  • 200 ml ses­am­dress­ing
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Ses­am­fræ eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að fíra upp í grill­inu.
  2. Skerið kjötið í tvær 200 gramma steik­ur.
  3. Veltið steik­un­um upp úr olíu og kryddið með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  4. Þegar grillið er orðið fun­heitt setjið þá steik­urn­ar á grillið og grillið þær í 2-3 mín­út­ur á hvorri hlið.
  5. Látið steik­urn­ar síðan hvíla. End­ur­takið þetta þar til steik­in hef­ur náð 56°C kjarn­hita meðan það hvíl­ir.
  6. Skerið toppkál niður og veltið því upp úr olíu ásamt asp­as og kryddið með salti.
  7. Grillið asp­asinn og toppkálið þar til allt er fulleldað.
  8. Sjóðið sus­hi-hrís­grjón­in eft­ir leiðbein­ing­um á pakka.
  9. Takið síðan til eld­fast mót og setjið sus­hi-grjón neðst í mótið og stráið ses­am­dress­ingu yfir, setjið síðan grillaða kálið og asp­as á hrís­grjón­in og stráið ses­am­fræj­um yfir.
  10. Skerið steik­urn­ar niður í þunn­ar sneiðar og berið fram á viðarbretti eða steikarfati.
mbl.is