Tveir rússneskir blaðamenn hafa verið handteknir í Rússlandi fyrir „öfgastefnu“. Þeir eru báðir sakaðir um að hafa unnið fyrir teymi stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís.
Tveir rússneskir blaðamenn hafa verið handteknir í Rússlandi fyrir „öfgastefnu“. Þeir eru báðir sakaðir um að hafa unnið fyrir teymi stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís.
Tveir rússneskir blaðamenn hafa verið handteknir í Rússlandi fyrir „öfgastefnu“. Þeir eru báðir sakaðir um að hafa unnið fyrir teymi stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís.
Sergei Karelin hefur unnið fyrir The Associated Press (AP) og Konstantin Gabov, sem var handtekinn í gær, hefur unnið fyrir Reuters.
„The Associated Press hefur miklar áhyggjur vegna handtöku rússneska blaðamannsins Sergei Karelin. Við erum að afla okkur upplýsinga,“ sagði AP við AFP-fréttaveituna.
Dómstóll greindi frá því á Telegram að Gabov, sem vann einnig fyrir rússneska og hvítrússneska miðla, verði í gæsluvarðhaldi til að minnsta kosti 27. júní.
Karelin og Gabov eru sakaðir um að hafa aðstoðað við gerð myndskeiða sem áttu að birtast á YouTube-rásinni NavalnyLIVE, sem teymi Navalnís hefur í sinni umsjón.
Flestir samstarfsmanna Navalnís eru í útlegð eða sæta fangelsisvist í Rússlandi. Navalní lést í febrúar í rússneskri fanganýlendu.