Svona grillar Jói Fel ribeye-nautasteikina

Uppskriftir | 28. apríl 2024

Svona grillar Jói Fel ribeye-nautasteikina

Jóhannes Felixson, þekktastur undir nafninu Jói Fel, er kominn í sumarskap og farinn að hlakka til grillsumarsins. Í tilefni þess að sumarið er komið sviptir Jói Fel hulunni af sínum uppáhaldssumarrétti sem hann ætlar að útbúa og taka á móti sumrinu.

Svona grillar Jói Fel ribeye-nautasteikina

Uppskriftir | 28. apríl 2024

Jóhannes Felixson, alla jafna kallaður Jói Fel, er farinn að …
Jóhannes Felixson, alla jafna kallaður Jói Fel, er farinn að hlakka til grillsumarsins. Hann sviptir hulunni af sínum uppáhaldssumarrétti. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jó­hann­es Felix­son, þekkt­ast­ur und­ir nafn­inu Jói Fel, er kom­inn í sum­arskap og far­inn að hlakka til grill­sum­ars­ins. Í til­efni þess að sum­arið er komið svipt­ir Jói Fel hul­unni af sín­um upp­á­halds­sum­ar­rétti sem hann ætl­ar að út­búa og taka á móti sumr­inu.

Jó­hann­es Felix­son, þekkt­ast­ur und­ir nafn­inu Jói Fel, er kom­inn í sum­arskap og far­inn að hlakka til grill­sum­ars­ins. Í til­efni þess að sum­arið er komið svipt­ir Jói Fel hul­unni af sín­um upp­á­halds­sum­ar­rétti sem hann ætl­ar að út­búa og taka á móti sumr­inu.

Jói deil­ir með les­end­um upp­skrift að vill­i­sveppasósu sem hann held­ur mikið upp á, kryddol­íu fyr­ir steik­ina ásamt meðlæti fyr­ir tvo. Loks eru það skot­held­ar eld­un­ar­leiðbein­ing­ar fyr­ir þá sem vilja verða meist­ar­ar í að grilla ri­beye-nauta­steik.

„Þegar ég elda nauta­kjöt þá vil ég hafa um það bil 54°C kjarn­hita en þegar ég er með ri­beye-steik þá fer ég með hit­ann upp í 56-58°C hita svo fit­an nái að bráðna í steik­inni, hún er svo góð. Það er mik­ill mun­ur á því að elda naut eða lamb. Lambið má al­veg eld­ast of mikið og sum­um finnst það bara betra vel eldað. Þegar ég elda kjúk­ling verður hann að vera vel kryddaður, helst vil ég að hann brenni smá á grill­inu, það gef­ur svo gott bragð. Eitt sem ég geri ávallt þegar ég grilla er að ég set kjötið alltaf á efri grind­ina eða á kald­ari hlut­ann á grill­inu og leyfi því að jafna sig ró­lega, hvíla. Það vill oft verða þannig að þegar kjöt kem­ur beint af grill­inu þá er það við svo háan hita og á þá til að vera stífara. Gott ráð er að láta allt kjöt standa í nokkr­ar mín­út­ur áður en það er borið fram af grill­inu. Síðan er það gullna regl­an sem ég hef oft sagt áður: ekki fara lengi frá grill­inu, það er svo fljótt að brenna allt sam­an. Að lok­um finnst mér ómiss­andi að vera með einn öl á kant­in­um – þá klikk­ar ekk­ert! Nú held ég að sum­arið megi koma,“ seg­ir Jói Fel og bros­ir sínu breiðasta.

Jóa finnst eiga vel við að para eðalrauðvín með steikinni …
Jóa finnst eiga vel við að para eðalrauðvín með steik­inni og meðlæt­inu þegar sumr­inu er fagnað. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Ri­beye-nauta­steik bor­in fram með vill­i­sveppasósu, sal­ati og sætri kart­öflu

Ri­beye-nauta­steik

Fyr­ir 2

  • 400-500 g ri­beye-nauta­steik

Kryddol­ía

  • 1 dl ólífu­olía
  • 2 grein­ar rós­marín
  • 4 hvít­lauks­geir­ar
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á að saxa niður rós­marín og rífið hvít­lauk­inn niður í pressu eða með rif­járni.
  2. Hellið ólífu­olíu í könnu eða litla skál og bætið rós­maríni og hvít­lauk út í og hrærið sam­an.
  3. Kryddið til með salti og pip­ar.
  4. Penslið kryddol­í­unni á nautið rétt áður en það fer á grillið og penslið nokkr­um sinn­um á meðan steik­in er grilluð.
  5. Þegar ég elda ri­beye þá grilla ég kjötið á háum hita, pensla það reglu­lega með kryddol­í­unni og fæ fal­leg­ar grill­rend­ur á steik­ina. Þegar ég elda nauta­kjöt er ég alltaf með kjarn­hita­mæli, það er ekki annað hægt þegar nauta­kjöt er ann­ars veg­ar. Best er að lækka hit­ann á grill­inu eins mikið og hægt er, al­veg niður í 70-100°C hita og láta steik­ina eld­ast ró­lega. Það get­ur tekið allt að 30 mín­út­ur fyr­ir steik af þessu tagi að eld­ast á þess­um hita. Síðan er lyk­il­atriði að láta steik­ina standa í um það bil 10 mín­út­ur áður en hún er skor­in niður.

Vill­i­sveppasósa

  • 4 msk. olía
  • 1 box flúðasvepp­ir
  • 1 box blandaðir vill­i­svepp­ir
  • 1 dl púrt­vín eða madeira­vín
  • 2 dl vatn
  • 1 bréf Oscar-vill­i­sveppakraft­ur
  • ½ l rjómi
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að mylja vill­i­svepp­ina nán­ast í duft, best að gera í mat­vinnslu­vél.
  2. Skerið niður flúðasvepp­ina og steikið svepp­ina sam­an á pönnu þar til þeir verða brún­ir.
  3. Blandið síðan vín­inu sam­an við og látið sjóða niður um helm­ing.
  4. Setjið næst vatn og kraft sam­an við og látið sjóða niður þar til um það bil 1 dl er eft­ir í pott­in­um.
  5. Bætið þá rjóma sam­an við og látið malla í 4-5 mín­út­ur.
  6. Kryddið með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  7. At­hugið að gott er að gera sós­una áður en farið er að grilla og leyfa henni að standa.
  8. Þá kem­ur meira bragð frá vill­i­svepp­un­um í sós­una.
  9. Svo bara hita sós­una upp rétt áður en hún er bor­in fram.

Sæt­ar kart­öfl­ur

  • 1 stk. sæt kart­afla

Aðferð:

  1. Skerið í lengj­ur, eða eins og þið viljið hafa kart­öfl­una, og steikið á pönnu eða á grilli þar til lengj­urn­ar eru létt­brúnaðar.
  2. Eldið síðan í 180°C heit­um ofni í um það bil 30 mín­út­ur.
  3. Bakst­urs­tím­inn fer eft­ir því hversu þykk­ar sneiðarn­ar eru.
  4. Gamli góði prjónn­inn er alltaf góður hér, stinga í þær og finna að þær séu mjúk­ar í gegn.

Sal­at að hætti Jóa Fel

  • 1 pk. sal­at­blanda
  • 1 grilluð paprika
  • rauðlauk­ur eft­ir smekk
  • kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1 krukka sal­atost­ur

Aðferð:

  1. Blandið sam­an sal­at­blöndu, grillaðri papriku, rauðlauk, kirsu­berjatómöt­um og loks sal­atosti.
  2. Jói mæl­ir með að nota ol­í­una af sal­atost­in­um í krukk­unni sem sal­at­dress­ingu. Hann vill ekki nota edik eða sýru þar sem bragðið get­ur tekið of mikið bragð frá vill­i­sveppasós­unni sem og ri­beye-steik­inni.
Steikin girnileg með villisveppasósunni.
Steik­in girni­leg með vill­i­sveppasós­unni. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
mbl.is