Eva María Hallgrímsdóttir matgæðingur, eigandi og stofnandi kökugerðarinnar Sætra Synda býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Eva elskar fátt meira en að bera fram og borða ljúffengan mat sem gleður bæði augu og munn og ber matseðillinn hennar þess merki.
Eva María Hallgrímsdóttir matgæðingur, eigandi og stofnandi kökugerðarinnar Sætra Synda býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Eva elskar fátt meira en að bera fram og borða ljúffengan mat sem gleður bæði augu og munn og ber matseðillinn hennar þess merki.
Eva María Hallgrímsdóttir matgæðingur, eigandi og stofnandi kökugerðarinnar Sætra Synda býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Eva elskar fátt meira en að bera fram og borða ljúffengan mat sem gleður bæði augu og munn og ber matseðillinn hennar þess merki.
Miklar annir hafa verið í vinnunni hjá henni síðustu misseri og áskoranirnar hafa verið margar. Eva gefur sér samt ávallt tíma til að matreiða og baka á milli verka og nýtur þess að vera í eldhúsinu.
„Fyrirtækið náði þeim merka áfanga að verða 10 ára í fyrra sem ég er afskaplega stolt af vegna þess að það er ekki alltaf dans á rósum að reka fyrirtæki. Stundum eru langar andvökunætur og oft á tímum langir vinnudagar en þegar vel gengur gleymir maður erfiðu tímunum. Ég er búin að upplifa alls kyns tíma í þessu ferðalagi, suma alveg yndislega en suma erfiða. Svo þegar reksturinn gengur brösuglega þarf maður að vera tilbúinn að finna út úr hlutunum og vera lausnamiðaður. Það getur verið mikil ábyrgð að bera ein ábyrgð á fyrirtæki með um það bil 10 manns á launaskrá en ég hef verið svo heppin að hafa frábært starfsfólk. Covid árin voru mjög erfið og þung fyrir reksturinn en við erum Guði sé lof að komast á betri stað eftir mikið streð,“ segir Eva og brosir.
„Ótrúlega gaman að segja frá því að við erum ein af stærstu kökugerðum landsins, erum með ýmsar vörur til sölu í sex Krónu verslunum, einnig með makkarónur og karamellubitana okkar vinsælu í Hagkaup, Kjötkompaní og Sælkerabúðinni,“ segir Eva áður en hún fer í vikumatseðilinn góða sem er hinn girnilegasti þessa vikuna.
Mánudagur – Fiskréttur sem allir elska
„Mér finnst alltaf gott að byrja vikuna á fisk en þessi þorskréttur er dásamlegur, hentar vel fyrir fjölskylduna eða meira fínn í matarboði með smá búbblum.“
Þriðjudagur - Saumaklúbbs kjötbollurétturinn
„Þessi kjötbollu uppskrift er alltaf í rútínunni hjá mér, hún er svo einföld að gera en piparosturinn gerir svo mikið fyrir kjötbollurnar, sonur minn elskar þessar sem og maðurinn minn.“
Miðvikudagur – Ostarfylltar kjúklingabringur í rjómalegi
„Alltaf gott að hafa kjúkling einu sinni í viku finnst mér og þessi er svo gómsætur.“
Fimmtudagur – Gómsæt taco
Það er kominn fimmtudagur og þá er það eitthvað einfalt, ég elska einfaldar taco uppskriftir. Þessi er líka holl og einföld sem er bara fullkomið.
Föstudagur – Lambafille með rjómalagaðri sveppasósu
Hvað er betra eftir vinnuvikuna að opna góða rauðvín og gæða sér á góðu lambafille?
Laugardagur og sunnudagur – Tapasréttir og skonsuterta með rækjusalati
„Svo um helgina ef það er matarboð eða von á gestum er nú ekki leiðinlegt
að skella í eina skonsutertu eða halda tapas matarboð. Ég elska að fá
alls konar smárétti hvort sem það er heima við matarborðið eða úti að
borða, þá fær maður alls konar bragð og upplifanir.“