Fundu tvífara Steinda í Finnlandi

TikTok | 29. apríl 2024

Fundu tvífara Steinda í Finnlandi

Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur halda úti TikTok-reikninginum hhtwins97 þar sem þær birta skemmtileg ferða- og lífsstílsmyndbönd. Í gær birtu þær myndband frá ferðalagi í Finnlandi sem hefur vakið þó nokkra athygli á miðlinum. 

Fundu tvífara Steinda í Finnlandi

TikTok | 29. apríl 2024

Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur segjast hafa fundið …
Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur segjast hafa fundið tvífara skemmtikraftsins Steinþórs Hróars Steinþórssonar í Finnlandi! Samsett mynd

Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur halda úti TikTok-reikninginum hhtwins97 þar sem þær birta skemmtileg ferða- og lífsstílsmyndbönd. Í gær birtu þær myndband frá ferðalagi í Finnlandi sem hefur vakið þó nokkra athygli á miðlinum. 

Tvíburasysturnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur halda úti TikTok-reikninginum hhtwins97 þar sem þær birta skemmtileg ferða- og lífsstílsmyndbönd. Í gær birtu þær myndband frá ferðalagi í Finnlandi sem hefur vakið þó nokkra athygli á miðlinum. 

Í myndbandinu sést maður sem þær halda fram að sé tvífari skemmtikraftsins Steinþórs Hróars Steinþórssonar, betur þekktur sem Steindi eða Steindi Jr., en við myndbandið skrifuðu þær: „Finnland á sinn eigin Steinda.“

Af ummælum að dæma eru margir sammála systrunum, en myndbandið hefur fengið yfir 34 þúsund áhorf á aðeins einum sólarhring. „Ómægod haha sama glottið og allt,“ skrifaði einn notandi við myndbandið á meðan annar skrifaði: „Bíddubíddubíddu vó er þetta Steindi?!?!“

Þá var einn sem sá líka svip með finnska manninum og rapparanum Águsti Bent Sigbertssyni. „Þetta er eins og ef Bent og Steindi eignuðust barn,“ skrifaði hann. 

mbl.is