Hjólandi fjölgar hægt en örugglega

Hjólreiðar | 29. apríl 2024

Hjólandi fjölgar hægt en örugglega

Talning á 29 sjálfvirkum reiðhjólateljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sýnir að hjólanotkun er að aukast bæði yfir vetur og sumar. Þetta á ekki síst við í úthverfum og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík.

Hjólandi fjölgar hægt en örugglega

Hjólreiðar | 29. apríl 2024

Sífellt fleiri velja að nota reiðhjól sem samgöngutæki allan ársins …
Sífellt fleiri velja að nota reiðhjól sem samgöngutæki allan ársins hring. Metfjöldi fór ferða sinna á hjóli fyrstu mánuði ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talning á 29 sjálfvirkum reiðhjólateljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sýnir að hjólanotkun er að aukast bæði yfir vetur og sumar. Þetta á ekki síst við í úthverfum og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík.

Talning á 29 sjálfvirkum reiðhjólateljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sýnir að hjólanotkun er að aukast bæði yfir vetur og sumar. Þetta á ekki síst við í úthverfum og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík.

Fyrstu þrír mánuðir þessa árs sýna að aldrei hafa fleiri verið á ferðinni á reiðhjólum á höfuðborgarsvæðinu í upphafi árs. Samkvæmt tölum úr reiðhjólateljurum á höfuðborgarsvæðinu fyrstu þrjá mánuði ársins má sjá að fjölgun var á ferðum í öllum mánuðunum frá því í fyrra. Þá eru janúar og mars þeir stærstu frá upphafi talningar, en covid-árið 2021 var febrúar stærri en í ár.

Október, nóvember og desember í fyrra voru einnig stærri en árin þar á undan og því ljóst að vetrarhjólreiðar og notkun hjóla til að fara í og úr vinnu eða skóla er að aukast hægt og rólega.

Sumarmánuðirnir júní, júlí og ágúst í fyrra voru einnig metmánuðir og taka þeir allir umtalsvert stökk frá árinu á undan. Allt þetta bendir til þess að almenn notkun hjóla hér á landi sé að aukast, bæði til afþreyingar og hreyfingar, en einnig sem ferðamáti.

Sveiflukennd notkun

Kristinn Jón Eysteinsson, skipulagsfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir sjáanlega aukningu í notkun hjóla í vetur. Hann tekur þó fram að notkunin geti verið nokkuð sveiflukennd eftir veðurfari og þannig hafi bæði apríl og maí í fyrra verið minni en árið á undan, meðan mikið stökk var í sumarmánuðunum.

Þegar horft er á fyrstu þrjá mánuði ársins er aukningin milli ára 21% og ef allt árið í fyrra er tekið með er aukningin 12,7% milli ára.

Sumarmánuðurnir í fyrra voru metmánuðir og það átti einnig við …
Sumarmánuðurnir í fyrra voru metmánuðir og það átti einnig við um veturinn sem nú er liðinn. Graf/mbl.is

Þegar aðeins er horft til þeirra sex teljara sem hafa lengst verið uppi í Reykjavík; í Nauthólsvík, við Ægisíðu, við Hörpu, á Geirsnefi, við Glæsibæ og í Elliðaárdal við Reykjanesbraut, þá sést að aukning hefur verið í hjólaferðum á fyrstu þremur mánuðum þessa árs frá árinu á undan. Hins vegar fóru fleiri um þessa staði covid-árið 2021.

Þegar heildartölur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést að aukning varð í hjólaferðum á milli ára í Reykjavík, en hins vegar voru árin 2019-2021 stærri heilt á litið.

Væntingar staðist og gott betur

Kristinn segir að Reykjavíkurborg hafi frá árinu 2010 sett fram þrjár hjólreiðaáætlanir og þar hafi verið horft til um 1% vaxtar á ári. Miðað við ferðakannanir sem gerðar hafa verið segir hann að segja megi að 6,5-7% af ferðum sem farnar séu í Reykjavík séu á hjólum. Hins vegar hafi tilkoma rafmagnshlaupahjóla og rafmagnshjóla aðeins flækt samanburð. Þannig hafi flokkurinn „annað“ í þessum könnunum til dæmis stækkað nokkuð mikið og hafi í síðustu könnun verið um 5%, þar af um 2% sem eru á rafmagnshlaupahjólum.

Segir Kristinn að sé horft til allra þessara farartækja, í raun til allra þeirra vegfarenda sem ferðist ekki á bíl, en noti hjólastíga, þá hafi öllum væntingum varðandi virka samgöngumáta verið náð og gott betur. Í heildina segir Kristinn að um 8,5-9% ferða séu samkvæmt ferðakönnuninni farin á þessum tækjum og ef horft er til núverandi hjólreiðaáætlunar sé gert ráð fyrir að hlutfallið komist upp í 7,5-8% fyrir lok ársins 2025.

Toppi náð í fjölda notenda á hlaupahjólum

Kristinn telur hins vegar að teikn séu á lofti um að ákveðnum toppi í fjölda notenda hlaupahjóla hafi verið náð. Tölur um innflutning m.a. á rafmagnshlaupahjólum sem finna má á öðrum stað í blaðinu styðja þessa kenningu Kristins, en talsvert fall hefur verið í fjölda slíkra tækja sem flutt eru inn miðað við fyrri ár.

Grein­in birt­ist fyrst í Hjóla­blaði Morg­un­blaðsins sem lesa má í heild hér:

mbl.is