Óþekktir aðilar hafa brotist inn á Facebook-aðgang viðskiptamannsins Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, og birt þar færslur og skjáskot af samskiptum hans við menn sem eru sagðir viðskiptafélagar hans.
Óþekktir aðilar hafa brotist inn á Facebook-aðgang viðskiptamannsins Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, og birt þar færslur og skjáskot af samskiptum hans við menn sem eru sagðir viðskiptafélagar hans.
Óþekktir aðilar hafa brotist inn á Facebook-aðgang viðskiptamannsins Davíðs Viðarssonar, áður Quang Lé, og birt þar færslur og skjáskot af samskiptum hans við menn sem eru sagðir viðskiptafélagar hans.
Hefur opnumynd hans einnig verið breytt í vörumerki veitingastaðarins Wok On nema í stað Wok On stendur Wok Off.
Þá virðist sem að einnig sé búið að brjótast inn á opinberan Facebook-aðgang Wok On veitingastaðakeðjunnar, sem var í eigu Davíðs, og færslunum sem birtar voru í nafni Davíðs deilt þar – og forsíðumyndinni sömuleiðis breytt með yfirskriftinni Wok Off.
Davíð situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt bróður sínum og konu, vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi og mansali í tengslum við viðskiptaveldi hans.
Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar vegna rannsóknarinnar í byrjun mars. Var þá veitingastöðum hans, hóteli og gistiheimili lokað.
„Við höfum brotist inn á Facebook-aðgang Quang Lé's. Við munum birta færslur á morgun, þriðjudaginn 30. mars, klukkan 11,“ sagði í nafnlausum tölvupósti sem sendur var á fjölmiðla laust fyrir miðnætti.