Ómótstæðilega girnilegur „BBQ“ kjúklingaborgari

Uppskriftir | 1. maí 2024

Ómótstæðilega girnilegur „BBQ“ kjúklingaborgari

Nú eru landsmenn komnir í grillgírinn og þá er ávallt gott að fá nýjar girnilegar uppskriftir að grillréttum sem gleðja bragðlaukana. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er ein af þeim sem er komin í grillgírinn og elskar fátt meira en að færa eldhúsið út á pall og losna við steikingarbræluna. Hún er búin að fá sér steypujárnspönnu sem hún notar á grillið og grillaði á dögunum þennan ómótstæðilega „BBQ“ kjúklingaborgara sem sló heldur betur í gegn hjá hennar fólki.

Ómótstæðilega girnilegur „BBQ“ kjúklingaborgari

Uppskriftir | 1. maí 2024

Ómótstæðilega girnilegur „BBQ“ kjúklingaborgari.
Ómótstæðilega girnilegur „BBQ“ kjúklingaborgari. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Nú eru landsmenn komnir í grillgírinn og þá er ávallt gott að fá nýjar girnilegar uppskriftir að grillréttum sem gleðja bragðlaukana. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er ein af þeim sem er komin í grillgírinn og elskar fátt meira en að færa eldhúsið út á pall og losna við steikingarbræluna. Hún er búin að fá sér steypujárnspönnu sem hún notar á grillið og grillaði á dögunum þennan ómótstæðilega „BBQ“ kjúklingaborgara sem sló heldur betur í gegn hjá hennar fólki.

Nú eru landsmenn komnir í grillgírinn og þá er ávallt gott að fá nýjar girnilegar uppskriftir að grillréttum sem gleðja bragðlaukana. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er ein af þeim sem er komin í grillgírinn og elskar fátt meira en að færa eldhúsið út á pall og losna við steikingarbræluna. Hún er búin að fá sér steypujárnspönnu sem hún notar á grillið og grillaði á dögunum þennan ómótstæðilega „BBQ“ kjúklingaborgara sem sló heldur betur í gegn hjá hennar fólki.

Ljúft að njóta með krullufrönskum.
Ljúft að njóta með krullufrönskum. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

BBQ“ kjúklingaborgara

Fyrir 6

  • 3 kjúklingabringur
  • 6 hamborgarabrauð
  • 50 g brauðrasp
  • 50 g Ritz kex (mulið)
  • 30 g panko rasp
  • 300 ml steikingarolía
  • 1 egg
  • Hveiti (til að velta upp úr)
  • Salt, pipar, hvítlauksduft og paprikuduft eftir smekk
  • Heinz sweet bbq sósa
  • Majónes
  • Salat, rauðlaukur, tómatur, paprika
  • Krullufranskar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að kljúfa bringurnar í tvennt svo úr verði tveir þynnri hlutar.
  2. Blandið brauðraspi, Ritz kexi og panko raspi saman og kryddið með um 1 tsk. af salti, hvítlauksdufti og papriku og um ½ tsk. af pipar, blandið vel og setjið í grunnan disk.
  3. Veltið nú kjúklingabringunum upp úr hveiti og dustið umfram magn af, veltið næst upp úr pískuðu egginu og leggið svo í brauðrasp á öllum hliðum þar til þær eru vel hjúpaðar.
  4. Hitið olíuna í djúpri pönnu eða í potti, Berglind hitað olíuna i í djúpri steypujárnspönnu úti á grillinu, setjið franskar í ofninn og gerið grænmeti og sósur tilbúnar á meðan olían hitnar.
  5. Steikið síðan kjúklinginn í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er gullinbrúnn og steiktur í gegn, hitið/grillið líka brauðin.
  6. Raðið saman inn í hamborgarabrauð eftir smekk; til að mynda majónes, kál, tómat, rauðlauk, papriku, kjúkling, og toppið með Heinz BBQ sósu.
  7. Berið kjúklingaborgarann fram með krullufrönskum og njótið.
mbl.is