„Þú verður ekki einmana með hund nálægt þér“

Dýrin | 1. maí 2024

„Þú verður ekki einmana með hund nálægt þér“

Kynni Hrannar Róbertsdóttur og hundsins Lubba virðast hafa verið skrifuð í skýin, en það hafði lengi verið draumur Hrannar að eignast Púðluhund þegar Lubbi kom óvænt inn í líf hennar fyrir þremur árum síðan. 

„Þú verður ekki einmana með hund nálægt þér“

Dýrin | 1. maí 2024

Draumur Hrannar Róbertsdóttur um að eignast hund rættist fyrir þremur …
Draumur Hrannar Róbertsdóttur um að eignast hund rættist fyrir þremur árum þegar Lubbi kom inn í líf hennar. Samsett mynd

Kynni Hrannar Róbertsdóttur og hundsins Lubba virðast hafa verið skrifuð í skýin, en það hafði lengi verið draumur Hrannar að eignast Púðluhund þegar Lubbi kom óvænt inn í líf hennar fyrir þremur árum síðan. 

Kynni Hrannar Róbertsdóttur og hundsins Lubba virðast hafa verið skrifuð í skýin, en það hafði lengi verið draumur Hrannar að eignast Púðluhund þegar Lubbi kom óvænt inn í líf hennar fyrir þremur árum síðan. 

Hrönn er búsett í miðborg Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum Sölva Logasyni, tíu mánaða gömlum syni þeirra, honum Stíg Trausta, og hundinum Lubba sem er af tegundinni Standard Poodle.

Púðluhundar þykja sérstaklega klárir og ljúfir með skemmtilegan karakter.
Púðluhundar þykja sérstaklega klárir og ljúfir með skemmtilegan karakter.

„Lubbi er þriggja ára gamall, fæddur 6. febrúar 2021, og kemur frá Hjartagulls-ræktun. Mamma hans heitir Ronja og Pabbi hans Zlatan. Hann Lubbi heitir í raun Thank You For the Music Orri en Lubbi er nafn sem við Sölvi ákváðum fyrir löngu síðan og passar ágætlega við Lubbann okkar, sérstaklega þegar það er kominn tími á klippingu!“ segir Hrönn. 

Púðluhundar fara ekki úr hárum og þurfa því að fara …
Púðluhundar fara ekki úr hárum og þurfa því að fara reglulega í klippingu.

Hvernig lágu leiðir ykkar saman?

„Ég lít oft á það sem algjör örlög en okkur hafði lengi vel langað í hund þegar rétti tíminn loksins gafst. Ég var búin að verða mér úti um upplýsingar ræktanda en af einhverjum ástæðum beið ég í nokkra mánuði með að hafa samband.

Ég sendi henni svo póst á páskadag fyrir þremur árum og fékk svar til baka að hún væri nýbúin að afhenda átta vikna gamla hvolpa á ný heimili en vegna breyttra aðstæðna þá hafi einum hvolpinum verið skilað aftur til ræktanda sama dag. Til að gera langa sögu stutta þá var það elsku Lubbinn okkar!“

Það má segja að kynni Hrannar og Lubba hafi verið …
Það má segja að kynni Hrannar og Lubba hafi verið skrifuð í skýin!

Hvað var það sem heillaði þig við tegundina?

„Fyrir utan að vera hrikalega fallegir hundar og klárir að þá er ég með smá ofnæmi fyrir hundum þannig að svona „hypoallergenic“ hundar komu bara til greina. Svo vorum við alveg ákveðin að vilja stóran hund og eftir að við kynntum okkur Púðluhunda þá var ekki aftur snúið.“

Hrönn þurfti að velja ofnæmisfría hundategund og féll algjörlega fyrir …
Hrönn þurfti að velja ofnæmisfría hundategund og féll algjörlega fyrir Púðluhundinum.

Áttir þú gæludýr þegar þú varst yngri?

„Já, foreldrar mínir hafa alltaf átt hund og eiga enn. Þegar ég fæddist áttum við blendings tík, svo varð mamma alveg heilluð af Boxer þannig við áttum fyrst eina Boxer tík og svo rakka eftir að hún fór frá okkur. Þau eru núna sextug og ennþá með hund þannig það er augljóst að ég á ekki langt að sækja hundaæðið.“

Hrönn á ekki langt að sækja hundaáhugann, en foreldrar hennar …
Hrönn á ekki langt að sækja hundaáhugann, en foreldrar hennar hafa alltaf átt hund og eiga enn í dag.

Hverjir eru kostirnir við að eiga hund?

„Vá þeir eru svo margir! Hundar hafa svo góða nærveru, þú verður ekki einmana með hund nálægt þér. Svo er bara best að fá hoppandi hund í fangið í hvert skipti sem við löbbum inn í húsið, sama þó maður hafi bara farið út með ruslið. Svo er Lubbi langbesti ferðafélaginn, hann elskar ævintýri. Við förum með hann á gönguskíði, fjallgöngur og útilegur og hann er sjaldan glaðari en þá.

Svo er líka mjög stór kostur við Lubba að hann fer ekki úr hárum en það á að sjálfsögðu ekki við alla hunda.“

Hrönn og Sölvi eru dugleg að ferðast og stunda útivist …
Hrönn og Sölvi eru dugleg að ferðast og stunda útivist með Lubba.

En ókostirnir?

„Ætli það sé ekki samviskubitið við að skilja hann eftir einan heima.“

Að sögn Hrannar er það erfiðasta við að eiga hund …
Að sögn Hrannar er það erfiðasta við að eiga hund að þurfa að skilja hann eftir einan heima.

Hver er ykkar daglega rútína?

„Þessa dagana erum við Lubbi saman í fæðingarorlofi þannig að lífið hans er extra ljúft núna. Hann þarf lítið að passa húsið og fer yfirleitt í tvo göngutúra á dag. Þess á milli liggur hann á gólfi, teppi, sófa eða rúmi og flýr bróður sinn sem er að læra að labba með gönguvagn.

Þegar við erum ekki í orlofi þá er Lubbi aðeins meira einn heima en við vinnum samt bæði á skrifstofum þar sem hann er velkominn þannig við reynum að blanda því saman.“

Eins og sést er Lubbi er orðinn vanur því að …
Eins og sést er Lubbi er orðinn vanur því að fara með Hrönn í vinnuna.

„Það er talað um að þessi tegund þurfi mikla hreyfingu en honum dugar yfirleitt klukkutíma göngutúr á dag, stundum meira en aldrei minna. Við notum líka mikið hugarleikfimi innandyra og förum til dæmis í feluleik þar sem hann bíður frammi á meðan við felum dótið hans og það er magnað hvað honum tekst alltaf að finna það, sama hversu vel það er falið.“

Lubbi fer í góðan göngutúr daglega.
Lubbi fer í góðan göngutúr daglega.

Hafið þið deilt einhverjum eftirminnilegum lífsreynslum eða skemmtilegum minningum?

„Mér finnst erfitt að nefna eitthvað eitt sérstaklega en það eru ófá skiptin sem við höfum hlegið að Lubba, hann getur verið algjör trúður. En efst í huga þessa dagana er kannski bara fegurðin að horfa á sambandið milli Lubba og Stígs verða til en þeir eru alveg á fullu að uppgötva hvorn annan, báðir svo forvitnir og einlægir gagnvart hvorum öðrum.“

Hrönn og Lubbi á góðum degi þegar hún var ófrísk …
Hrönn og Lubbi á góðum degi þegar hún var ófrísk að Stíg.

Er hundurinn með einhverjar sérþarfir eða séviskur?

„Það gerðist óvart í fyrra að hann fór að fá eitt lítið bein á hverju kvöldi, og litli rútínuhundurinn var ekki lengi að láta það verða að vana þannig í dag þá sest hann niður fyrir framan okkur og stappar fótum ef klukkan er orðin 21:00 og hann er ekki ennþá búinn að fá bein – sem hann svo að sjálfsögðu fær.“

Hrönn segir að Lubbi sé mikill rútínuhundur og afar snjall.
Hrönn segir að Lubbi sé mikill rútínuhundur og afar snjall.

„Annars er Lubbi með ofnæmi fyrir eiginlega öllum dýrapróteinum þannig hann er á ofnæmisfóðri en hann má fá önd þannig við eldum fyrir hann andabringur og notum sem nammi.“

Lubbi fær eldaðar andabringur sem nammi.
Lubbi fær eldaðar andabringur sem nammi.

Hvernig gengur að skipuleggja frí með dýr á heimilinu?

„Við höfum tvisvar sinnum farið erlendis síðan við fengum hann en við erum svo heppin að eiga yndislegar fjölskyldur báðum megin sem eru alltaf til í að passa fyrir okkur. Svo fengum við einu sinni Samönthu hjá Reykjavík Dog Walker til að koma að passa heima hjá okkur yfir helgi meðan við fórum norður á skíði sem er algjörlega frábær þjónusta! Hún hefur líka stundum farið út að labba með hann þegar við höfum verið upptekin.“

Hrönn og Sölvi eru heppin að eiga góða að sem …
Hrönn og Sölvi eru heppin að eiga góða að sem geta passað Lubba.

„Áður en við áttum strákinn okkar þá kom litli bróðir minn líka oft heim til okkar að passa Lubba á kvöldin ef við vorum að fara eitthvað út.“

Lubbi í góðum gír!
Lubbi í góðum gír!

Einhver góð ráð til annarra gæludýraeigenda?

„Mér finnst svo fallegt að hugsa þetta þannig að hundurinn er hluti af fjölskyldunni og það er lítið mál að aðlaga lífstílinn sinn þannig að hundurinn geti tekið þátt í því sem þið gerið saman! Hundurinn er með ykkur part af ykkar lífi en þið eruð bókstaflega allt lífið þeirra.“

Fjölskyldan er dugleg að ferðast saman og fara í útilegur …
Fjölskyldan er dugleg að ferðast saman og fara í útilegur þar sem Lubbi unir sér vel.
mbl.is