Ásdís Rán forsetaframbjóðandi er viðmælandi matarvefs mbl.is að þessu sinni. Ásdís Rán eða Ísdrottningin eins og hún er oft nefnd er mörgum hæfileikum gædd, er fyrirsæta, athafnakona, frumkvöðull, full af sjálfstrausti og áhugaþyrluflugmaður, auk þess sem hún er í framboði til forseta Íslands. Ásdís er að eigin sögn mikill sælkeri og elskar að njóta og kynnast matarmenningu annara landa. Hún heldur þó fast í ákveðnar matarvenjur og hefðir.
Ásdís Rán forsetaframbjóðandi er viðmælandi matarvefs mbl.is að þessu sinni. Ásdís Rán eða Ísdrottningin eins og hún er oft nefnd er mörgum hæfileikum gædd, er fyrirsæta, athafnakona, frumkvöðull, full af sjálfstrausti og áhugaþyrluflugmaður, auk þess sem hún er í framboði til forseta Íslands. Ásdís er að eigin sögn mikill sælkeri og elskar að njóta og kynnast matarmenningu annara landa. Hún heldur þó fast í ákveðnar matarvenjur og hefðir.
Ásdís Rán forsetaframbjóðandi er viðmælandi matarvefs mbl.is að þessu sinni. Ásdís Rán eða Ísdrottningin eins og hún er oft nefnd er mörgum hæfileikum gædd, er fyrirsæta, athafnakona, frumkvöðull, full af sjálfstrausti og áhugaþyrluflugmaður, auk þess sem hún er í framboði til forseta Íslands. Ásdís er að eigin sögn mikill sælkeri og elskar að njóta og kynnast matarmenningu annara landa. Hún heldur þó fast í ákveðnar matarvenjur og hefðir.
„Ég hef búið erlendis að mestu síðastliðin 20 ár og er mikill sælkeri, hef fengið að njóta góðs matar þar sem ég hef búið og jafnframt kynnst matarmenningunni vel. Ég elska að borða góðan mat og drekka góð vín og er mikill aðdáandi austur-evrópsks matargerðar. Til að mynda er búlgarskur, tyrkneskur og grískur matur í miklu uppáhaldi hjá mér, þess utan elska ég auðvitað íslenska matargerð. Íslenska lambið er á toppnum og síðan fiskurinn okkar. Kærastinn minn er lærður kokkur þannig hann er duglegur að koma með spennandi rétti og kræsingar enda búin að fita mig talsvert þetta ár sem við höfum verið saman. Ég hef ávallt verið með frekar hollar matarvenjur og vel oftast ferskan mat og minna af kolvetnum, borða ekki brauð, pasta og hef aldrei drukkið gosdrykki nema sódavatn,“ segir Ásdís sposk á svip.
Hvað færðu þér í morgunmat?
„Síðustu ár hef ég fastað á morgnana til klukkan 12:00 en legg það samt í vana minn að drekka sítrónuvatn með ferskri sítrónu þegar ég vakna eða safa úr grænmeti/ávöxtum til að fá vítamínskot sem líkaminn getur nýtt vel í föstunni fram að hádegi.“
Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?
„Nei, ég er ekki mikil milli mála manneskja, en gríp í prótíndrykk eða ketó hrökkbrauð með osti ef það er eitthvað.“
Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?
„Nei, alls ekki, get alveg fastað fram á miðjan dag og þá leyft mér meira í kvöldmat.“
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
„Sítrónu og sellerí.“
Þegar þú ætlar að gera vel við þig mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?
„Ég er mjög hrifin af KOL við förum mikið þangað, ROK er líka skemmtilegur og Grillmarkaðurinn alveg einstakur.“
Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á „bucket-listanum“ yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?
„Já, það er einn af dýrustu matsölustöðum í heimi á Ibiza og heitir Sublimotion sem er á listanum. Veitingastaðurinn er með 20 rétta smakkseðil sem er hannaður á listrænan hátt af þeim allra bestu ásamt rosalegri sýningu og á að vera alveg einstök matarupplifun fyrir öll skilningarvitin.
Hvað vilt þú á pítsuna þína?
„Ég vil hafa eins mikið á henni og hægt er. Til að mynda pepperóní, nautahakk, lauk, sveppi, piparost, chili, extra ost, svo má alveg vera ananas á pítsunni. Það væri alvöru veisla. Síðan elska ég líka döðlu pítsuna á Flatbökunni sem er með pepperóní, döðlum og fleiru.“
Uppáhaldsrétturinn þinn?
„Lambahryggurinn hennar mömmu og meðlæti.“
Hvort velur þú kartöflur eða salat á diskinn þinn?
„Salat án efa.“
Hvort finnst þér skemmtilegra að baka eða matreiða?
„Matreiða klárlega, ég er frekar slakur bakari en mjög fínn kokkur og mér finnst gaman að matreiða.“