Dómsmálaráðuneytið er í samtali við viðkomandi bæjar- og hafnarmálayfirvöld um þá möguleika sem eru á því að byggja upp framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslunnar í Reykjaneshöfn. Allt er þetta á frumstigi og engar formlegar fyrirætlanir liggja fyrir.
Dómsmálaráðuneytið er í samtali við viðkomandi bæjar- og hafnarmálayfirvöld um þá möguleika sem eru á því að byggja upp framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslunnar í Reykjaneshöfn. Allt er þetta á frumstigi og engar formlegar fyrirætlanir liggja fyrir.
Dómsmálaráðuneytið er í samtali við viðkomandi bæjar- og hafnarmálayfirvöld um þá möguleika sem eru á því að byggja upp framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslunnar í Reykjaneshöfn. Allt er þetta á frumstigi og engar formlegar fyrirætlanir liggja fyrir.
Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari Fjalars Sigurðssonar upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Fyrir tæpu ári, eða hinn 26. maí 2023, var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands í Reykjaneshöfn.
Fjalar segir að dómsmálaráðuneytið hafi tekið til nánari skoðunar í samráði við Landhelgisgæslu Íslands hver raunkostnaður stofnunarinnar er fyrir þá hafnaraðstöðu sem greitt er fyrir í Reykjavík.
Áætlanir Reykjanesbæjar um framtíðaruppbyggingu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands á Suðurnesjum muni þurfa að taka mið af þeim fjármunum sem er til að dreifa í rekstraráætlun stofnunarinnar, sem byggist á fjárlögum og fjármálaáætlun.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.