Ræðir möguleika á komu makrílsins

Makrílveiðar | 2. maí 2024

Ræðir möguleika á komu makrílsins

„Má búast við makríl í sumar?“ er fyrirsögn erindis sem Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, mun flytja á málstofu Hafrannsóknastofnunar sem haldin er í húsakynnum stofnunarinnar í Fornubúðum í Hafnarfirði klukkan hálfeitt í dag.

Ræðir möguleika á komu makrílsins

Makrílveiðar | 2. maí 2024

Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, heldur erindi í dag …
Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, heldur erindi í dag um rannsóknir á makríl og ræðir möguleika á því að makríllinn gangi á Íslandsmið í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Má búast við makríl í sumar?“ er fyrirsögn erindis sem Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, mun flytja á málstofu Hafrannsóknastofnunar sem haldin er í húsakynnum stofnunarinnar í Fornubúðum í Hafnarfirði klukkan hálfeitt í dag.

„Má búast við makríl í sumar?“ er fyrirsögn erindis sem Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, mun flytja á málstofu Hafrannsóknastofnunar sem haldin er í húsakynnum stofnunarinnar í Fornubúðum í Hafnarfirði klukkan hálfeitt í dag.

Í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar er rifjað upp hvernig „makríll byrjaði óvænt að ganga inn í íslenska lögsögu sumrin 2006 og 2007. Útbreiðsla og þéttleiki makríls við landið jókst ár frá ári.“

Í byrjun makrílveiða var aflinn veiddur í íslenskri lögsögu en veiðin færðist austur í Noregshaf. Frá 2018 hefur meirihluti verið veiddur í Noregshafi. Niðurstöður úr makrílleiðangri sýna hvernig útbreiðsla makríls við Ísland minnkaði samhliða minni veiðum í lögsögunni.

Hægt verður að fylgjast með fundinum á Teams.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is