Sorpa og Bambahús fengu Kuðunginn

Sorphirða | 2. maí 2024

Sorpa og Bambahús fengu Kuðunginn

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti fyrirtækjunum Sorpu og Bambahúsum Kuðunginn, sem er umhverfisviðurkenning ráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á árinu 2023.

Sorpa og Bambahús fengu Kuðunginn

Sorphirða | 2. maí 2024

Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti Sorpu umhverfisviðurkenninguna …
Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti Sorpu umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir störf sín 2023. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti fyrirtækjunum Sorpu og Bambahúsum Kuðunginn, sem er umhverfisviðurkenning ráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á árinu 2023.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti fyrirtækjunum Sorpu og Bambahúsum Kuðunginn, sem er umhverfisviðurkenning ráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á árinu 2023.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Einnig hlaut Lögregla Vesturlands hvatningaviðurkenningu fyrir framsýnn og eftirtektarverðan samdrátt í losun og voru nemendur í Árbæjarskóla útnefndi Varðliðar umhverfisins. 

Sorpa og Bambahús til fyrirmyndar

Átak Sorpu í innleiðingu samræmds flokkunarkerfis, samstarf Sorpu og almennings í flokkun lífræns úrgangs og störf á sviðum endurvinnslu og endurnýtingar hluta eru ástæða viðurkenningarinnar í rökstuðningi dómnefndar. Vinna Sorpu árið 2023 er sögð hafa skilað gríðarlegum umhverfisávinningi fyrir Ísland.

Það er ánægjulegt að upplifa þá miklu vitundarvakningu sem orðið hefur á undanförnum árum í umhverfis- og loftslagsmálum. Hringrásarhagkerfið, sem Kuðungsviðurkenningarhafar dagsins, sinna svo sannarlega af krafti, er mikilvægur liður í að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi,“ segir Guðlaugur Þór.

Bambahús starfar við endurnýtinga hráefna sem annars yrði fargað. Bambahús hefur í samstarfi við önnur fyrirtæki, fært leik- og grunnskólum víða um land fjölnota ylhús að gjöf, sem nýtast bæði til kennslu og ræktunar matvæla. Dómnefnd telur Bambahús hafa sýnt mikla samfélagsábyrgð með að rækta framtíðina og er ávöxturinn af starfsemi fyrirtækisins mikill.

Bambahús hlau Kuðunginn í flokki smærri fyrirækja.
Bambahús hlau Kuðunginn í flokki smærri fyrirækja. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Fyrsta rafbílavætta lögregluembætti í Evrópu

Lögregla Vesturlands fékk sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins fyrir að rafvæða bílaflotann og ná fullum orkuskiptum. Lögregla Vesturlands er fyrsta lögregluembætti í Evrópu til að ná því markmiði og hefur fengið verskuldaða athygli innanlands sem og víða um heiminn. 

„Orkuskiptin skipta þar ekki síður miklu máli í þessum efnum og því er ánægjulegt að upplifa metnað lögreglunnar í þeim efnum, því eins og lögreglustjórinn benti sjálfur á; ef lögreglan á Vesturlandi getur rafvætt sig, þá geta það allir,“ segir Guðlaugur Þór. 

Lögreglan á Vesturlandi fékk sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins.
Lögreglan á Vesturlandi fékk sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Varðliðar umhverfisins

Síðan voru nemendur í 10. bekk í Árbæjarskóla úthlutaðir Varðliðar umhverfisins fyrir umhverfisverkefni um sjálfbæra þróun. Nefndin telur aukinn skilningur ungs fólks á viðfangsefnum sjálfbærrar þróunar sé undirstaða og fyrsta skref í jákvæðum breytingum í umhverfismálum.

„Það er ekki síður gleðiefni að verða vitni að þeirri grósku sem á sér stað í umhverfisstarfi skóla og hvernig unga fólkið vekur okkur til umhugsunar um umhverfismálin,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson að lokum.

Guðlaugur Þór Þórðarsson ásamt fulltrúum 10. bekkja Árbæjarskóla sem eru …
Guðlaugur Þór Þórðarsson ásamt fulltrúum 10. bekkja Árbæjarskóla sem eru Varðliðar umhverfisins 2024. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is