Stórstjörnur gáfu út lag um Akureyri

Ást | 2. maí 2024

Stórstjörnur gáfu út lag um Akureyri

Á dögunum gáfu kólumbíski söngvarinn Sebastián Yatra og spænska söngkonan Aitana út lag sem ber titilinn Akureyri. Þetta samstarf þeirra hefur vakið þó nokkra athygli þar sem þau  áttu í rómantísku sambandi um nokkurra mánaða skeið á síðasta ári en tilkynntu sambandsslit í lok árs.

Stórstjörnur gáfu út lag um Akureyri

Ást | 2. maí 2024

Sebastián Yatra og Aitana urðu heilluð af Akureyri og sömdu …
Sebastián Yatra og Aitana urðu heilluð af Akureyri og sömdu lag um bæinn. Samsett mynd

Á dögunum gáfu kólumbíski söngvarinn Sebastián Yatra og spænska söngkonan Aitana út lag sem ber titilinn Akureyri. Þetta samstarf þeirra hefur vakið þó nokkra athygli þar sem þau  áttu í rómantísku sambandi um nokkurra mánaða skeið á síðasta ári en tilkynntu sambandsslit í lok árs.

Á dögunum gáfu kólumbíski söngvarinn Sebastián Yatra og spænska söngkonan Aitana út lag sem ber titilinn Akureyri. Þetta samstarf þeirra hefur vakið þó nokkra athygli þar sem þau  áttu í rómantísku sambandi um nokkurra mánaða skeið á síðasta ári en tilkynntu sambandsslit í lok árs.

Lagið varð til á ferðalagi sem Yatra og Aitana fóru í til Akureyrar síðasta sumar til að fagna afmæli Aitönu þann 27. júní. „Sebastián byrjaði að semja texta og ég byrjaði að búa til laglínuna. Og við kláruðum lagið svo í bílnum,“ sagði Aitana um lagið í samtali við Billboard

Þau tóku einnig upp tónlistarmyndband á Íslandi sem þau hafa deilt á Youtube, en Aitana er með 2,39 milljónir fylgjenda þar og tæplega fjórar milljónir fylgjenda á Instagram á meðan Yatra er með 18,3 milljónir fylgjenda á Youtube og rúmlega 29,3 milljónir fylgjenda á Instagram. 

Kveikti Akureyri neistann á ný?

Eftir útgáfuna hafa sögusagnir farið á kreik um að ástin sé kviknuð á ný hjá þeim Yatra og Aitana. „Bæði hafa þau ákveðið að sameinast í þessu nýja lagi sem þau gáfu út 26. apríl og virðist jafnframt vera endanleg staðfesting á að parið hafi náð sáttum,“ er skrifað í umfjöllun spænska miðilsins Hola! um lagið. 

„Ísland er svo sannarlega góður staður til að ná sáttum vegna hitastigs þess – með meðalhita frá 1°-2°C á veturna og 12°C á sumrin –  sem býður upp á faðmlög,“ er einnig skrifað í greininni. 



mbl.is