Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrverandi skattakóngur á Íslandi, drakk í sig íslenska hönnun á HönnunarMars. Hann mætti í Kirkjuhúsið, sem er nýtt flaggskip Rammagerðarinnar, við Laugaveg en þar var kynnt til sögunnar vörulínan Arctic Summer, sem er samstarfsverkefni Rammagerðarinnar og 66°Norður ásamt fleiri verkum eftir íslenska hönnuði.
Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrverandi skattakóngur á Íslandi, drakk í sig íslenska hönnun á HönnunarMars. Hann mætti í Kirkjuhúsið, sem er nýtt flaggskip Rammagerðarinnar, við Laugaveg en þar var kynnt til sögunnar vörulínan Arctic Summer, sem er samstarfsverkefni Rammagerðarinnar og 66°Norður ásamt fleiri verkum eftir íslenska hönnuði.
Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrverandi skattakóngur á Íslandi, drakk í sig íslenska hönnun á HönnunarMars. Hann mætti í Kirkjuhúsið, sem er nýtt flaggskip Rammagerðarinnar, við Laugaveg en þar var kynnt til sögunnar vörulínan Arctic Summer, sem er samstarfsverkefni Rammagerðarinnar og 66°Norður ásamt fleiri verkum eftir íslenska hönnuði.
Hanna Dís Whitehead sýndi teppi sem hún hannaði úr íslenskri ull sem framleidd eru hjá Varma sem sýnd voru í Kirkjuhúsinu. Ásdís Einarsdóttir leirkerasmiður og sonur hennar, Davíð Georg arkitekt, hönnuður ilmker sem vöktu athygli og María Guðjohnsen hönnuður sýndi nýjar slæður sem hún hannaði fyrir Saga Kakala.
Verslunin í Kirkjuhúsinu opnar ekki fyrr en í maí en húsið var teiknað af Einari Erlendssyni húsasmið og reist af kaupmanninum Marteini Einarssyni sem seldi vefnaðar-og matvöru eða þar til það varð að Kirkjuhúsinu 1994. Basalt arkitektar eru hönnuðir nýju verslunarinnar sem brátt opnar dyrnar.