Jelbena sælkeraréttur með framandi bragði uppáhalds hjá Söfu

Uppskriftir | 3. maí 2024

Jelbena sælkeraréttur með framandi bragði uppáhalds hjá Söfu

Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur, frumkvöðull, stofnandi og eigandi Mabrúka kryddanna elskar að prófa framandi rétti og hefur mikla ástríðu fyrir góðum kryddum. Safa er upprunalega frá Túnis og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum og byrjaði þá að para saman íslenskt hráefni við heimagerð krydd frá Túnis og uppgötvaði þá í framhaldi hversu vel kryddin frá heimalandi hennar pössuðu vel við íslenskt hráefni.

Jelbena sælkeraréttur með framandi bragði uppáhalds hjá Söfu

Uppskriftir | 3. maí 2024

Safa Jemai elskar að prófa framandi rétti og hefur mikla …
Safa Jemai elskar að prófa framandi rétti og hefur mikla ástríðu fyrir góðum kryddum. Uppáhaldssumarrétturinn hennar með baunum og kolkrabba. mbl.is/Árni Sæberg

Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur, frumkvöðull, stofnandi og eigandi Mabrúka kryddanna elskar að prófa framandi rétti og hefur mikla ástríðu fyrir góðum kryddum. Safa er upprunalega frá Túnis og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum og byrjaði þá að para saman íslenskt hráefni við heimagerð krydd frá Túnis og uppgötvaði þá í framhaldi hversu vel kryddin frá heimalandi hennar pössuðu vel við íslenskt hráefni.

Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur, frumkvöðull, stofnandi og eigandi Mabrúka kryddanna elskar að prófa framandi rétti og hefur mikla ástríðu fyrir góðum kryddum. Safa er upprunalega frá Túnis og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum og byrjaði þá að para saman íslenskt hráefni við heimagerð krydd frá Túnis og uppgötvaði þá í framhaldi hversu vel kryddin frá heimalandi hennar pössuðu vel við íslenskt hráefni.

Fyrirtækið hennar Mabrúka, heitir í höfuðið á móður Söfu og framleiðir heimagert krydd úr túnisku hráefni. „Mabrúka var stofnað á Íslandi árið 2020 en vörumerkið hefur verið að stækka og við erum núna komin með sölufulltrúa í Svíþjóð til að kynna Mabrúka bæði í Danmörku og Svíþjóð. Það er líka gaman að segja frá því að við erum að skoða fleiri markaði,“ segir Safa skælbrosandi.

Elduðu alls konar túniska rétti saman

Safa er nýkomin heim frá Túnis en þar fær hún iðulega innblástur í matargerðina og rifjar upp matarhefðirnar þar og siði. „Ég heimsótti pabba minn nýlega í nokkra daga til Túnis. Foreldrar mínir eiga heima í Bizerte sem lítill bær í norður Túnis við Miðjarðarhafið. Bizerte er þekkt fyrir forna höfn og einnig rík af minnisvörðum, þar á meðal forn virki og varnargarðar. Helsta atvinnustarfsemi byggir aðallega á iðnaði, þjónustu, verslun og landbúnaði.

Við höfnin í Bizerte í Túnis.
Við höfnin í Bizerte í Túnis. Ljósmynd/Safa Jemai

Ástæðan fyrir því að ég skrapp í nokkra daga til hans er sú að það var Ramadan (fasta frá sólarupprás til sólarlags samkvæmt íslamskri trú) og mamma fór í Mekkah í tvær vikur, hann var því einn heima. Ég áleit að það væri skemmtilegt að heimsækja pabba í viku og nota tækifærið til að vinna sjálf í framleiðslu Mabrúka. Ég hafði mjög gaman að því að vera með honum og  nutum okkar í eldhúsinu. Við elduðum alls konar túniska rétti saman úr fersku og góðu hráefni og eigin kryddum. Við fórum líka mikið út að  labba saman, í vinnuna og á kvöldin þar sem fólk er mikið úti við að njóta eftir langa föstur á meðan Ramadan stendur yfir.

Á fiskmarkaðinum sem Safa og pabbi hennar fara reglulega á …
Á fiskmarkaðinum sem Safa og pabbi hennar fara reglulega á og kaupa fiskinn sinn. Ljósmynd/Safa Jemai
Kolkrabbi er í mikli uppáhaldi hjá Söfu.
Kolkrabbi er í mikli uppáhaldi hjá Söfu. Ljósmynd/Safa Jemai

Réttur með baunum og kolkrabba

Áttu  þér þinn uppáhaldssumarrétt sem þú ert til í að deila með lesendum matarvefsins?

„já það er réttur sem ber heitið Jelbena. Þetta er sum sé réttur sem inniheldur baunir og kolkrabba í grunninn og er algjör sælkeramatur og með framandi bragði,“ segir Safa. Að sögn Söfu á rétturinn á sér smá sögu. „Pabba finnst gríðarlega gaman að heimsækja fiskmarkaðinn í Bizerte, þar eru sjómenn eru búnir að vera fiska alla nóttina til að selja hann yfir daginn á fiskmarkaðnum. Fiskurinn er ferskur og góður. Við þekkjum einn sjómann sem við kaupum alltaf fisk af. Hann heitir Murad og er frábær maður. Við förum ávallt beint til hans til að kaupa fiskinn okkar. Það er skemmtilegt að segja frá því að það er hægt að fá fiskinn þar og fara með fiskinn á low key “ veitingastað við hliðina á markaðinn þar sem kokkurinn grillar fiskinn fyrir okkur. Við getum jafnframt pantað franskar kartöflur þar og bætt við með fiskinum ásamt því að panta grillað salat (mechouia) eða grænt salat sem er svipað og grískt salat. Það er svo himneskt að setjast þarna, því útsýnið er stórfenglegt. Þarna sjáum við yfir höfnina og horfum á fiskibátana koma og fara út á miðin til að veiða. Kettirnir á svæðinu koma allir til að sníkja mat, lyktin af grillaða fiskinum er lokkandi fyrir gesti og gangandi og ekki síður kettina sem eru alltaf til í bita. Það er ávallt mikil stemning í loftinu þegar verið er að grilla við markaðinn. Þetta er ein af mínum upphálds stundum í heimabænum, einfalt og gott og ekkert flókið.“

Hægt er að fara á veitingastað og fá fiskinn sinn …
Hægt er að fara á veitingastað og fá fiskinn sinn eldaðan og kaupa meðlæti með. Ljósmynd/Safa Jemai
Safa með uppáhaldssumarréttinn sinn Jelbena.
Safa með uppáhaldssumarréttinn sinn Jelbena. Ljósmynd/Safa Jemai

Jelbena

  • 1 stk. kolkrabbi (fæst í asísku verslunum)
  • 1-2 laukar, skornir í bita
  • 4-5 tómatar, skornir í bita
  • 400 ml vatn
  • 1 dós baunir að eigin vali
  • Harrisa mauk eftir smekk
  • Cayenne pipar eftir smekk
  • Cumin eftir smekk
  • Salt eftir smekk
  • Ólífuolía eftir þörfum 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita pönnu á meðalhita og steikið lauk og tómata í olíu.
  2. Bætið svo við kryddunum og kryddið til eftir smekk, harrisa mauk, cayenne pipar, cumin og salti.
  3. Bætið síðan við baunum ásamt  400 ml af vatni.
  4. Látið allt eldast þangað til að baunirnar eru orðnar mjúkar og sósan farin að þykkjast.
  5. Skerið niður kolkrabbann og sjóðið hann í vatni í 10 mínútur.
  6. Takið síðan kolkrabbann úr vatninu og setjið hann í sósublönduna á pönnunni í um það bil 15 mínútur.
  7. Berið réttinn fram með nýbökuðu brauði að eigin vali.
Túniskir réttir eru bæði litríkir og framandi fyrir okkur Íslendinga.
Túniskir réttir eru bæði litríkir og framandi fyrir okkur Íslendinga. Ljósmynd/Safa Jemai
mbl.is