Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson og viðskiptafræðingurinn María Ósk Skúladóttir eignuðust son á dögunum. Drengurinn er annað barn þeirra saman, en fyrir eiga þau dótturina Sunnevu Sif.
Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson og viðskiptafræðingurinn María Ósk Skúladóttir eignuðust son á dögunum. Drengurinn er annað barn þeirra saman, en fyrir eiga þau dótturina Sunnevu Sif.
Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson og viðskiptafræðingurinn María Ósk Skúladóttir eignuðust son á dögunum. Drengurinn er annað barn þeirra saman, en fyrir eiga þau dótturina Sunnevu Sif.
Jón Daði og María tilkynntu komu drengsins í færslu á Instagram þar sem þau birtu fallega mynd af syninum. Við myndina skrifaði Jón Daði: „Litli drengurinn okkar kom í heiminn í gærkvöldi. María, ég er svo stoltur af þér. Þú varst frábær í gegnum þessa löngu og erfiðu fæðingu. Lífið er svo dýrmætt. Ég er innilega þakklátur.“
Fjölskyldan er búsett í Bretlandi og hefur verið undanfarin ár þar sem Jón Daði spilar með Bolton Wanderers.
Árið 2022 fór María í einlægt viðtal á fjölskylduvef mbl.is þar sem hún ræddi um móðurhlutverkið, meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra sem kom í heiminn árið 2019. Meðgangan var ekki sú auðveldasta fyrir Maríu, en hún greindist með hypereeisi gravidarum (HG) sem felur í sér mikla ógleði og uppköst, langt um fram það sem talið er eðlilegt. Hún jafnaði sig þó eftir 20. viku meðgöngunnar.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!