Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason eru búin að vera par í 20 ár. Fyrstu kynni þeirra voru þó áhugaverð, en hjónin sögðu frá þeim í myndskeiði sem birtist á Instagram-síðu Katrínar.
Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason eru búin að vera par í 20 ár. Fyrstu kynni þeirra voru þó áhugaverð, en hjónin sögðu frá þeim í myndskeiði sem birtist á Instagram-síðu Katrínar.
Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason eru búin að vera par í 20 ár. Fyrstu kynni þeirra voru þó áhugaverð, en hjónin sögðu frá þeim í myndskeiði sem birtist á Instagram-síðu Katrínar.
„Í fyrsta skipti sem við Katrín hittumst þá förum við að rífast. Þá var ég að skamma flokkinn hennar fyrir eitthvað, ég man ekki hvað það var,“ segir Gunnar.
„Það voru **********. Við eigum sko sameiginlegan vin sem kynnti okkur uppi í háskóla og mér fannst þessi maður gjörsamlega óþolandi svona við fyrstu kynni. Svo þetta var bara alveg ... gaman að þessu. Svo bara endaði þetta svona, við erum búin að vera saman í 20 ár,“ segir Katrín.
Í nýlegu viðtali á Smartlandi sagði Katrín eiginmann sinn alltaf hafa haldið sig utan við hið opinbera líf, en nú er hann hins vegar á fleygiferð með henni og hafa hjónin varið miklum tíma saman í forsetaframboðinu.
„Ég vona bara að þetta verði til þess að styrkja hjónabandið þegar upp verður staðið,“ sagði Katrín.