Mokveiði á fyrsta degi strandveiða

Strandveiðar | 3. maí 2024

Mokveiði á fyrsta degi strandveiða

Á fyrsta degi strandveiða sem var í gær tókst 402 strandveiðisjómönnum að landa 336,4 tonnum. Þar af 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gullkarfa, 4,4 tonn af ufsa, samkvæmt gögnum Fiskistofu eins og þau litu út nú í morgun. Þau taka líklega breytingum eftr því sem þau uppfærast.

Mokveiði á fyrsta degi strandveiða

Strandveiðar | 3. maí 2024

Hermundur Svansson heilsaði ljósmyndara kumpánlega í lok róðursins. Mikil ánægja …
Hermundur Svansson heilsaði ljósmyndara kumpánlega í lok róðursins. Mikil ánægja ríkti meðal strandveiðisjómanna í gær. mbl.is/Hafþór

Á fyrsta degi strandveiða sem var í gær tókst 402 strandveiðisjómönnum að landa 336,4 tonnum. Þar af 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gullkarfa, 4,4 tonn af ufsa, samkvæmt gögnum Fiskistofu eins og þau litu út nú í morgun. Þau taka líklega breytingum eftr því sem þau uppfærast.

Á fyrsta degi strandveiða sem var í gær tókst 402 strandveiðisjómönnum að landa 336,4 tonnum. Þar af 312,6 tonn af þorski, 752 kíló af gullkarfa, 4,4 tonn af ufsa, samkvæmt gögnum Fiskistofu eins og þau litu út nú í morgun. Þau taka líklega breytingum eftr því sem þau uppfærast.

Verð voru ágæt á fiskmörkuðum í gær og fengust að meðaltali 405,16 krónur fyrir kíló af óslægðum þorski og rétt rúmar 375 krónur fyrir slægðan. Má því ætla að verðmæti þorskafla strandveiðanna hafi verið á bilinu 117 til 127 milljónir króna.

Mokveiði virðist hafa verið víða og var meðalafli í löndun rúmlega 836 kíló sem er nokkuð umfram þau 650 þorskígildiskíló sem leyfilegt er að landa í hverri veiðiferð. Umframaflinn nam samanlagt rúmlega 19 tonnum, en ágóði af sölu aflans rennur til ríkisins.

Gestur Hansson landar aflanum í Siglufjarðarlogni síðdegis í gær. Vel …
Gestur Hansson landar aflanum í Siglufjarðarlogni síðdegis í gær. Vel veiddist á miðunum og vó þorskskammturinn 770 kílógrömm. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Lífga upp á bæjarlífið

Strandveiðisjómenn virtust ánægðir með upphafsdag veiða og kemur fram í Morgunblaðinu í dag að ekki hreyfði vind á Siglufirði þegar Gestur Hansson kom í land með „skammtinn“ á Eilífi SI 60. Gestur segir í Morgunblaðinu veiðarnar lífga upp á bæjarlífið og landanir smábátanna veki forvitni bæði bæjarbúa og erlendra ferðamanna.

Þá var Hermundur Svansson eldhress um borð í Herborgu HF 67 í höfninni í Sandgerði. Þar var ekki síður líflegt en á Siglufirði þegar ljósmyndara bar að garði.

Meðalafli í löndun var hæstur hjá bátum á svæði D (Suðurland fram að Borgarnesi) þar sem hann nam 892 kílóum. Á eftir fylgir svæði A (Vesturland) með 849 kíló. Bátar á Norðaustur- og Austurlandi (svæði C) voru með 834 kíló en bátar á svæði B (frá Ströndum að Eyjafirði) voru aðeins með 681 kíló.

mbl.is