Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Lagðar voru krefjandi spurningar fyrir Höllu Hrund í þættinum er tengjast valdsviði forsetans og knúið á um svör hvers konar forseti hún hyggst verða nái hún kjöri. Þar voru málskotsrétturinn, stjórnarskráin, tungumálið og margt annað til umræðu.
Spurningar um fortíð Höllu Hrundar og störf hennar sem orkumálastjóri voru einnig dregnar upp en Halla Hrund var lítt þekkt í íslensku samfélagi áður en hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.
Í byrjun apríl lýsti Halla Hrund yfir forsetaframboði sínu. Í kjölfarið óskaði hún eftir tímabundnu leyfi frá starfi sínu sem orkumálastjóri hjá Orkustofnun til að einbeita sér að fullu að framboðinu.
Vafi hefur leikið á tengslum Orkustofnunar við verktaka sem nú starfa í kosningateymi Höllu Hrundar.
Þykir mörgum spurningum ósvarað hvað tengslin varðar og hugmyndir uppi um að þau séu af óvenjulegum toga, sé tekið mið af nánum tengslum hennar við Orkustofnun ríkisins þar sem hún hefur verið hæstráðandi fram til þessa.
Var Höllu Hrund gert að svara fyrir fyrrnefnd tengsl.
Yfirferð á fréttum vikunnar var í sérlega góðum höndum í þættinum. Eva Dögg Davíðsdóttir nýr þingmaður Vinstri Grænna mætti í settið ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni varaformanni Samfylkingarinnar til að ræða það sem bar hæst á góma í vikunni sem senn er á enda. Sköpuðust líflegar og upplýsandi umræður þeirra á milli.