Hússtjórnarskólinn í Reykjavík og Slow Food Reykjavík samtökin, buðu upp á Diskósúpu mánudaginn 29. apríl síðastliðinn til að vekja athygli á því gríðarstóra vandamáli sem matarsóun er. Rúmlega 70 manns komu og fengu sér smakk af 4 Diskóssúpum sem komu úr leyndardómsfulla eldhúsinu í Húsó.
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík og Slow Food Reykjavík samtökin, buðu upp á Diskósúpu mánudaginn 29. apríl síðastliðinn til að vekja athygli á því gríðarstóra vandamáli sem matarsóun er. Rúmlega 70 manns komu og fengu sér smakk af 4 Diskóssúpum sem komu úr leyndardómsfulla eldhúsinu í Húsó.
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík og Slow Food Reykjavík samtökin, buðu upp á Diskósúpu mánudaginn 29. apríl síðastliðinn til að vekja athygli á því gríðarstóra vandamáli sem matarsóun er. Rúmlega 70 manns komu og fengu sér smakk af 4 Diskóssúpum sem komu úr leyndardómsfulla eldhúsinu í Húsó.
Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík sem vill gjarnan láta kalla sig „Besta Ruslakokk“ landsins var nemendum Húsó til halds og traust í súpugerðinni og á heiðurinn af uppskriftunum að Diskósúpunum sem runnu ljúft ofan í gesti.
„Síðasta helgin í apríl er tileinkuð vitundarvakningu á matarsóun hjá Slow Food samtökunum um allan heim. Þá eru eldaðar Diskósúpur úr hráefni sem hefði átt að henda einhverra hluta vegna. Það er hækkað í tónlistinni og gómsætar súpur töfraðar fram í góðri stemningu og gefnar gestum og gangandi á sama tíma og þetta stóra vandamál er rætt og reynt að leita lausna,“ segir Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans. Meðal þeirra sem mættu í Diskósúpu og létu sig málefnið varða voru hjónin Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi til forseta Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason heilsukokkur.
Marta María segir að Húsó-teymið sé vel meðvitað um mikilvægi þess að finna lausnir til að sporna gegn matarsóun. „Nýjustu rannsóknir sýna að 160 kg. af mat fara í ruslið á mann á Íslandi, 40% af því gerist heima hjá okkur. Þá eru ekki talin matvæli í vökvaformi sem fara í niðurfallið. Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir umhverfið að minka matarsóun, heldur hjálpar það mikið til við að halda heimilisbókhaldinu réttum megin við strikið,“ segir Marta María alvörugefin.
Hér er ljóstra Marta María og Dóra uppskriftinni af Diskósúpunni frægu sem var meðal annars í boðið.
Diskósúpa
„Súpurnar sem við elduðum voru m.a. innblásnar af þessari hér að neðan, en við notuðum ekki blómkál, heldur annað grænmeti, og ekki kókos, bættum bara meiru vatni við og slepptum linsunum og settum kartöflur líka. Verum óhrædd við að elda úr því sem við eigum, leyfum sköpunargleðinni að njóta sín í eldhúsinu og njótum þess að borða góðan mat,“ segir Dóra.
Kókossúpa með blómkáli
Aðferð: