Heiðurinn af vikumatseðilinum að þessu sinni á Baldur Ólafsson matgæðingur og markaðsstjóri hjá Bónus. Baldur er mikill fjölskyldumaður og hans uppáhaldsstundir eru samveran með fjölskyldunni við matarborðið.
Heiðurinn af vikumatseðilinum að þessu sinni á Baldur Ólafsson matgæðingur og markaðsstjóri hjá Bónus. Baldur er mikill fjölskyldumaður og hans uppáhaldsstundir eru samveran með fjölskyldunni við matarborðið.
Heiðurinn af vikumatseðilinum að þessu sinni á Baldur Ólafsson matgæðingur og markaðsstjóri hjá Bónus. Baldur er mikill fjölskyldumaður og hans uppáhaldsstundir eru samveran með fjölskyldunni við matarborðið.
Baldur er giftur Catherine Ólafsson en saman eiga þau tvo unglinga Ólaf Isaac og Ívar Wesley. Baldur hefur ferðast víða en einnig búið á nokkrum stöðum á austurströnd Bandaríkjanna, Georgíu, Flórída, Norður Karólínu og New Jersey og því vanur allskonar mat og menningu. Baldur nýtur þess að snæða góðan mat með fólkinu sínu og prófa nýja rétti. „Mér finnst alltaf gott að para góð vín eða bjór saman með mat til að auka upplifunina,“ segir Baldur.
„Yngri sonur okkar þarf að vera á glútenlausu fæði og því þarf gjarnan að gera sérstakar ráðstafanir ef ekki er hægt að finna staðgengilsvörur. Oft þarf því að hnika til uppskriftum og setja glútenlaust hveiti frá Semper í stað venjulegs hveitis eða hreinlega gera eitthvað sérstakt,“ segir Baldur og bætir við að það geti stundum verið áskorun að breyta uppskriftum.
Mánudagur – Húsó-kjötbollur sem yngri kynslóðin er sólgin í
„Við erum mjög hrifin af kjötbollum og þessar slá ávallt í gegn.“
Þriðjudagur - Maríneruð bleikja og agúrkusalatsósa
„Fiskur er herramannsmatur og bleikjan er vinsæl á okkar heimili.“
Miðvikudagur - Indverskur kjúklingur sem fjölskyldan elskar
„Indverskur matur er eitthvað sem við elskum. Framandi kryddbragð sem gleður bragðlaukana.“
Fimmtudagur - Enchilladas-bomba með fersku salsa
„Ekta fimmtudagsréttur sem öll fjölskyldan nýtur þess að borða. Við borðum oft mexíkóskarétti og nýtum þá gjarnan Santa Maria vörurnar til að létta okkur lífið.“
Föstudagur - Pítsakvöld
„Einfaldleikinn er oftast bestur og við elskum pítsur, sérstaklega þegar það þarf ekki að hafa mikið fyrir þeim. Við notum til að mynda gjarnan StoneFire naan-brauðin í staðinn fyrir hefðbundinn pítsabotn.“
Laugardagur - Grilluð nautaspjót með reyktri chimichurri-sósu
„Á laugardagskvöldum er ljúft að gera vel við sig og fá góða steik. Nú er grilltíminn runninn upp og þá er lag að búa til flotta grillrétti.“
Sunnudagur - Mexíkó kjúklingasúpa með tómötum
„Á sunnudögum finnst okkur oft gott að vera með eitthvað einfalt og þægilegt og stundum fáum við okkur tilbúna mexíkósúpu frá Bónus en þessi hér er mjög góð.“