Rússneskur maður ákærður fyrir hryðjuverk

Rússland | 6. maí 2024

Rússneskur maður ákærður fyrir hryðjuverk

Rússneskur maður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk eftir að hafa gert tilraun til að sprengja upp tvær dómstólabyggingar í Tambov í Rússlandi. Maðurinn er sagður hafa komið heimagerðum sprengjum fyrir við járnbrautarstöð í borginni.

Rússneskur maður ákærður fyrir hryðjuverk

Rússland | 6. maí 2024

Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússnesk stjórnvöld segja að maðurinn sem …
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússnesk stjórnvöld segja að maðurinn sem er í haldi hafi unnið með yfirvöldum í Úkraínu. AFP/Valery Sharifulin

Rússneskur maður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk eftir að hafa gert tilraun til að sprengja upp tvær dómstólabyggingar í Tambov í Rússlandi. Maðurinn er sagður hafa komið heimagerðum sprengjum fyrir við járnbrautarstöð í borginni.

Rússneskur maður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk eftir að hafa gert tilraun til að sprengja upp tvær dómstólabyggingar í Tambov í Rússlandi. Maðurinn er sagður hafa komið heimagerðum sprengjum fyrir við járnbrautarstöð í borginni.

Alríkisöryggisþjónustan í Rússlandi greinir frá þessu í dag og segir enn fremur að maðurinn hafi verið á mála með yfirvöldum í Úkraínu.

Fram kemur í umfjöllun AFP, að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi og frekari rannsókn á málinu verði framkvæmd, að sögn alríkisöryggisþjónustunnar.

Rússnesk stjórnvöld hafa greint frá tugum árása á rússnesk yfirráðasvæði síðan að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur árum.

Þá hafa yfirvöld í Rússlandi bendlað Úkraínumenn við flestar árásirnar.  

mbl.is