Margir ráku upp stór augu þegar raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian mætti á Met Gala-viðburðinn sem haldinn var á Metropolitan-safninu í New York-borg á mánudag. Kardashian-systirin var stórglæsileg í gullfallegum silfruðum síðkjól úr smiðju tískuhönnuðarins John Galliano.
Margir ráku upp stór augu þegar raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian mætti á Met Gala-viðburðinn sem haldinn var á Metropolitan-safninu í New York-borg á mánudag. Kardashian-systirin var stórglæsileg í gullfallegum silfruðum síðkjól úr smiðju tískuhönnuðarins John Galliano.
Margir ráku upp stór augu þegar raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian mætti á Met Gala-viðburðinn sem haldinn var á Metropolitan-safninu í New York-borg á mánudag. Kardashian-systirin var stórglæsileg í gullfallegum silfruðum síðkjól úr smiðju tískuhönnuðarins John Galliano.
Það sem vakti sérstaka eftirtekt við útlit Kardashian var agnarsmátt mitti hennar, en kjóllinn var fast reyrður í mittið. Það má því að segja útlit hennar hafi verið á mörkum raunveruleika og blekkingar.
Miklar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum fljótlega eftir að Kardashian frumsýndi útlit sitt á myntugræna dreglinum. Netverjar voru margir hverjir agndofa yfir kjólavali hennar þar sem hún virtist eiga erfitt með að draga djúpt andann. Kardashian átti einnig í miklum erfiðleikum með að komast upp tröppurnar að Metropolitan-safninu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kardashian stelur sviðsljósinu á Met Gala-viðburðinum. Árið 2022 gerði raunveruleikastjarnan allt vitlaust þegar hún mætti í kjól sem var eitt sinn í eigu Marilyn Monroe. Kardashian létti sig um átta kíló á þremur vikum til að passa í kjólinn.