Páll áfrýjar meiðyrðamáli Aðalsteins

Byrlunarmálið | 7. maí 2024

Páll áfrýjar meiðyrðamáli Aðalsteins

Páll Vilhjálmsson hefur áfrýjað meiðyrðamáli sem blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson höfðaði gegn honum og hafði betur í fyrir héraðsdómi. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls, en málið er komið á áfrýjunarskrá Landsréttar.

Páll áfrýjar meiðyrðamáli Aðalsteins

Byrlunarmálið | 7. maí 2024

Páll Vilhjálmsson og Aðalsteinn Kjartansson. Ummæli Páls um Aðalstein í …
Páll Vilhjálmsson og Aðalsteinn Kjartansson. Ummæli Páls um Aðalstein í átta mismunandi greinum voru dæmd ómerk í héraði. Páll hefur áfrýjað málinu. Samsett mynd

Páll Vilhjálmsson hefur áfrýjað meiðyrðamáli sem blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson höfðaði gegn honum og hafði betur í fyrir héraðsdómi. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls, en málið er komið á áfrýjunarskrá Landsréttar.

Páll Vilhjálmsson hefur áfrýjað meiðyrðamáli sem blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson höfðaði gegn honum og hafði betur í fyrir héraðsdómi. Þetta staðfestir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls, en málið er komið á áfrýjunarskrá Landsréttar.

Þetta er annað meiðyrðamálið sem er í gangi á hendur Páli, en hann hafði áður áfrýjað niðurstöðu máls sem blaðamennirnir Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson höfðuðu gegn honum, en bæði mál snúast um skrif Páls um þremenningana og vinnubragða þeirra í tengslum við mál Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Niðurstöðu úr máli Þórðar og Arnars er að vænta hjá Landsrétti á næstu dögum að sögn Sigurðar.

Hélt fram að efni hafi verið aflað með glæpum

Málið snýst um frétt og gagnaöflun í máli Páls skipstjóra. Páll Vilhjálmsson hélt því fram að efni fréttarinnar hefði verið aflað með glæpum, byrlun og gagnastuldi, að síma skipstjórans hefði verið stolið og hann afritaður hjá RUV í Efstaleiti, sem síðan hafi lekið upplýsingum til annarra fjölmiðla. Páll tapaði báðum málunum í héraðsdómi. 

Sigurður G. Guðjónsson hrl. er lögmaður Páls Vilhjálmssonar.
Sigurður G. Guðjónsson hrl. er lögmaður Páls Vilhjálmssonar. mbl.is/María Matthíasdóttir

Möguleiki að leggja fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Sigurður, lögmaður Páls, segir að þessi ummæli sem krafist er ómerkingar á séu sett fram og varði mikilvæga þjóðfélagslega umræðu sem eru starfshættir blaðamanna. Hann opnar á þann möguleika að taka málið lengra áfram tapist það einnig fyrir Landsrétti.

„Verði niðurstaðan sú sama í héraðsdómi og Hæstiréttur taki þetta ekki fyrir þá á Páll Vilhjálmsson þann möguleika að leggja þetta fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómstóllinn hefur verið mjög stífur á því að ekki megi hefta tjáningarfrelsið nema brýn samfélagsleg nauðsyn kalli á það. Þú verður að geta sýnt fram á þá brýnu samfélagslegu nauðsyn á því að hefta tjáningarfrelsi,“ segir Sigurður.

Uppfært 8. maí kl. 10:20

Upphaflega í fréttinni kom fram að málið yrði lagt fyrir Evrópudómstólinn en hið rétta er að málið yrði lagt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá kom fram að vænta mætti niðurstöðu úr meiðyrðamálinu í dag, en það verður líklega ekki fyrr en á næstu dögum. Leiðréttist þetta hér með. 

mbl.is