Guðni mætti á samstöðutónleika á Eurovison-kvöldi

Eurovision | 8. maí 2024

Guðni mætti á samstöðutónleika á Eurovison-kvöldi

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lét sig ekki vanta á samstöðutónleika sem haldnir voru til stuðnings Palestínu í Háskólabíói í gærkvöldi.

Guðni mætti á samstöðutónleika á Eurovison-kvöldi

Eurovision | 8. maí 2024

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á samstöðutónleika sem haldnir …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á samstöðutónleika sem haldnir voru til stuðnings Palestínu í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lét sig ekki vanta á samstöðutónleika sem haldnir voru til stuðnings Palestínu í Háskólabíói í gærkvöldi.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lét sig ekki vanta á samstöðutónleika sem haldnir voru til stuðnings Palestínu í Háskólabíói í gærkvöldi.

Sást glitta í forsetann í áhorfendahópnum í opinni dagskrá Stöðvar 2 frá tónleikunum.

Frikki Dór og GDRN komu fram

Fóru tónleikarnir fram á sama tíma og Ísland keppti í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar en fjöldi Íslendinga ætlar að sniðganga keppnina vegna þátttöku Ísraels í henni. 

Þykir mörgum þátttaka Ísraels skjóta skökku við vegna framgöngu þeirra á Gasasvæðinu og í ljósi þess að Rússlandi var vikið úr keppninni fyrir tveimur árum í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu.

Fjöldi þekktra tónlistarmanna komu fram á tónleikunum en kynnir viðburðarins var Íris Tanja Flygenring. Meðal flytjenda voru Ásgeir Trausti, GDRN, Emmsjé Gauti, Una Torfa, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Systur, Sigríður Thorlacius, Pálmi Gunnarsson, TÁR, Svala Björgvins og Friðrik Dór.

View this post on Instagram

A post shared by Z Ö E (@zoemusic.is)

mbl.is