Karl Gústaf leiðbeinir Friðriki

Kóngafólk | 8. maí 2024

Karl Gústaf leiðbeinir Friðriki

Friðrik Dana­kon­ung­ur og Mary drottn­ing fóru í op­in­bera heim­sókn til Stokk­hólms á dögunum. Var þetta fyrsta op­in­bera heim­sókn þeirra eft­ir að Friðrik tók við af Mar­gréti Þór­hildi móður sinni í byrj­un árs­.

Karl Gústaf leiðbeinir Friðriki

Kóngafólk | 8. maí 2024

Friðrik Danakóngur heimsótti Svíþjóð og fékk góða leiðsögn hjá Karli …
Friðrik Danakóngur heimsótti Svíþjóð og fékk góða leiðsögn hjá Karli Gústavi Svíakóngi sem almennt þykir karlmennskan uppmáluð. AFP

Friðrik Dana­kon­ung­ur og Mary drottn­ing fóru í op­in­bera heim­sókn til Stokk­hólms á dögunum. Var þetta fyrsta op­in­bera heim­sókn þeirra eft­ir að Friðrik tók við af Mar­gréti Þór­hildi móður sinni í byrj­un árs­.

Friðrik Dana­kon­ung­ur og Mary drottn­ing fóru í op­in­bera heim­sókn til Stokk­hólms á dögunum. Var þetta fyrsta op­in­bera heim­sókn þeirra eft­ir að Friðrik tók við af Mar­gréti Þór­hildi móður sinni í byrj­un árs­.

Þar vörðu þau miklum tíma með Karli Gústavi Svíakóngi og Sylvíu drottningu og athygli vakti hvað Karl Gústaf var duglegur að segja Friðriki til enda Karl Gústaf annálaður skörungur.

Kóngahjónin fóru um alla borg, gróðursettu tré og kóngarnir fóru uppstrílaðir á æfingu með sænska hernum. Þá var mikið um dýrðir í sænsku höllinni þegar Friðrik og Mary mættu til konunglegrar veislu.

Einnig vakti það sérstaka athygli fjölmiðla hversu náin og samrýnd Mary og Friðrik virtust vera í ferðinni en síðustu mánuði hafa miklar sögur verið á reiki um meint framhjáhald Friðriks. Það var tilefni til umfjöllunar helstu slúðurblaða á borð við Daily Mail sem birti grein um hvað Mary gæti lært af Sylvíu drottningu þegar kæmi að kvennaflandri eiginmannanna. En á sínum tíma voru uppi miklar og svæsnar sögur um partístand kóngsins sem rifjaðar eru upp reglulega í sænskum fjölmiðlum. Kóngurinn brást við þeim sögum með óljósum hætti árið 2010 þegar hann sagðist hafa snúið blaðinu við og valið að horfa fram á veginn enda löngu liðnir atburðir.

Friðrik kóngur gróðursetur eplatré. Karl Gústaf er duglegur að segja …
Friðrik kóngur gróðursetur eplatré. Karl Gústaf er duglegur að segja honum til. AFP
Friðrik kóngur virðist hafa nokkuð gaman að tilmælum Karls Gústafs.
Friðrik kóngur virðist hafa nokkuð gaman að tilmælum Karls Gústafs. AFP
Friðrik kóngur gerir sitt besta.
Friðrik kóngur gerir sitt besta. AFP
Mary drottning fékk svo að vökva tréð.
Mary drottning fékk svo að vökva tréð. AFP
Kóngarnir voru reffilegir.
Kóngarnir voru reffilegir. AFP
Drottningarnar eiga það sameiginlegt að þurfa að kljást við orðróma …
Drottningarnar eiga það sameiginlegt að þurfa að kljást við orðróma um kvensemi eiginmannanna. AFP
Hjónin virtust afar hamingjusöm saman en hávær orðrómur hefur verið …
Hjónin virtust afar hamingjusöm saman en hávær orðrómur hefur verið uppi um framhjáhald Friðriks. AFP
mbl.is