Falleg kaka sem einfalt er að töfra fram

Uppskriftir | 9. maí 2024

Falleg kaka sem einfalt er að töfra fram

Ef þú átt lausar örfáar mínútur og langar að töfra fram góðan köku í tilefni dagsins þá er uppskriftin komin. Heiðurinn af uppskriftinni á Hanna Thordarson keramiker og matgæðingur en allt sem hún gerir er fallegt og ljúffengt. Kakan þarf að fá að standa í u.þ.b. 3 klukkustundir til að tryggja að hún leki ekki.  Ef tíminn er naumur er betra að nota stóra, djúpa skál eða nokkrar litlar. Fyrir lakkrísfólkið eru nýju bollurnar frá Sanbó algjört æði en ef lakkrísinn á ekki upp á pallborðið eru kókosbollurnar upplagðar í þennan dýrindis eftirrétt. Í uppskriftinni er miðað er við 20 cm smelluform en hlutföllin í sviganum miðast við 24 cm smelluform. Hægt er að fylgjast bakstri og matargerð með Hönnu hér.

Falleg kaka sem einfalt er að töfra fram

Uppskriftir | 9. maí 2024

Falleg kaka sveipuð töfrum sem gleður bæði augu og munn.
Falleg kaka sveipuð töfrum sem gleður bæði augu og munn. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Ef þú átt lausar örfáar mínútur og langar að töfra fram góðan köku í tilefni dagsins þá er uppskriftin komin. Heiðurinn af uppskriftinni á Hanna Thordarson keramiker og matgæðingur en allt sem hún gerir er fallegt og ljúffengt. Kakan þarf að fá að standa í u.þ.b. 3 klukkustundir til að tryggja að hún leki ekki.  Ef tíminn er naumur er betra að nota stóra, djúpa skál eða nokkrar litlar. Fyrir lakkrísfólkið eru nýju bollurnar frá Sanbó algjört æði en ef lakkrísinn á ekki upp á pallborðið eru kókosbollurnar upplagðar í þennan dýrindis eftirrétt. Í uppskriftinni er miðað er við 20 cm smelluform en hlutföllin í sviganum miðast við 24 cm smelluform. Hægt er að fylgjast bakstri og matargerð með Hönnu hér.

Ef þú átt lausar örfáar mínútur og langar að töfra fram góðan köku í tilefni dagsins þá er uppskriftin komin. Heiðurinn af uppskriftinni á Hanna Thordarson keramiker og matgæðingur en allt sem hún gerir er fallegt og ljúffengt. Kakan þarf að fá að standa í u.þ.b. 3 klukkustundir til að tryggja að hún leki ekki.  Ef tíminn er naumur er betra að nota stóra, djúpa skál eða nokkrar litlar. Fyrir lakkrísfólkið eru nýju bollurnar frá Sanbó algjört æði en ef lakkrísinn á ekki upp á pallborðið eru kókosbollurnar upplagðar í þennan dýrindis eftirrétt. Í uppskriftinni er miðað er við 20 cm smelluform en hlutföllin í sviganum miðast við 24 cm smelluform. Hægt er að fylgjast bakstri og matargerð með Hönnu hér.

Kaka sveipuð töfrum

  • 125 g makkarónukökur (160 g)
  • 10 stk. lakkrísbollur eða kókosbollur (12 stk)
  •  dl rjómi (4 dl)
  • 250 g grísk jógúrt eða sýrður rjómi (375 g)
  • 2 tsk. vanillusykur (3 tsk.)
  • 2 msk. flórsykur (3 msk.)
  • Fersk ber eftir smekk
  • Flórsykur til að sigta yfir – má sleppa

Aðferð:

  1. Myljið makkarónukökurnar gróft.
  2. Setjið hringinn á smelluforminu á kökudisk.
  3. Setjið makkarónukökumulningurinn ofan í og dreifið jafnt (fyrir sérrífólkið má hella nokkrum dropum yfir).
  4. Leggið bollurnar ofan á með jöfnu millibili, ágætt að ýta þeim aðeins niður.
  5. Þeytið rjóma með vanillusykri og flórsykri.  Bætið grískri jógúrt saman við með sleikju.
  6. Hellið blöndunni ofan í formið og sléttið yfirborðið.
  7. Setjið kökudiskinn  inn í kæli og látið kökuna standa þar í u.þ.b. 3 klukkustundir
  8. Notið hníf eða spaða til að losa kökuna frá forminu og lyftið því upp.
  9. Skreytið með berjum og flórsykri sigtað yfir að vild. Megið sleppa ef vill.
mbl.is