Ramon Fonseca, sem öðlaðist heimsfrægð í hneykslismálinu tengdu Panamaskjölunum, er látinn 71 árs að aldri.
Ramon Fonseca, sem öðlaðist heimsfrægð í hneykslismálinu tengdu Panamaskjölunum, er látinn 71 árs að aldri.
Ramon Fonseca, sem öðlaðist heimsfrægð í hneykslismálinu tengdu Panamaskjölunum, er látinn 71 árs að aldri.
Fonseca, sem var annar tveggja stofnenda lögmannastofunnar Mossack Fonseca, féll frá í nótt á spítala í Panamaborg. Lögmaður hans segir við AFP-fréttaveituna að hann hafi átt við veikindi að stríða um hríð og hafi þeirra vegna meðal annars ekki mætt fyrir dóm í apríl.
Gögnum var lekið úr Mossack Fonseca árið 2016. Þannig komst upp um fjölmarga viðskiptavini Mossack Fonseca sem nýttu sér aflandsfélög til þess að fela fjármuni sína.
Meðal þeirra sem koma fyrir í skjölunum eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem þá var forsætisráðherra, David Cameron, sem þá var forsætisráðherra Bretlands, argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi og margir aðrir.
Afleiðingar lekans hafa verið mismunandi fyrir þá sem nýttu sér aflandsfélögin, en eins og þekkt er hrökklaðist Sigmundur úr embætti forsætisráðherra vegna málsins og þá var Messi fundinn sekur um skattsvik á Spáni.