Allir helstu mælikvarðar sem notaðir eru til að meta stöðu sveitarfélaga segja sömu sögu um þróun á skuldum Reykjavíkurborgar annars vegar og Kópavogs og Hafnarfjarðar hins vegar. Hún er með þeim hætti að á meðan skuldir Reykjavíkur hafa aukist á alla mælikvarða hafa þær minnkað í hinum sveitarfélögunum.
Allir helstu mælikvarðar sem notaðir eru til að meta stöðu sveitarfélaga segja sömu sögu um þróun á skuldum Reykjavíkurborgar annars vegar og Kópavogs og Hafnarfjarðar hins vegar. Hún er með þeim hætti að á meðan skuldir Reykjavíkur hafa aukist á alla mælikvarða hafa þær minnkað í hinum sveitarfélögunum.
Allir helstu mælikvarðar sem notaðir eru til að meta stöðu sveitarfélaga segja sömu sögu um þróun á skuldum Reykjavíkurborgar annars vegar og Kópavogs og Hafnarfjarðar hins vegar. Hún er með þeim hætti að á meðan skuldir Reykjavíkur hafa aukist á alla mælikvarða hafa þær minnkað í hinum sveitarfélögunum.
Þessi þrjú stærstu sveitarfélög landsins hafa nú öll skilað ársreikningum fyrir rekstur síðasta árs. Morgunblaðið skoðaði þróun ýmissa mælikvarða tíu ár aftur tímann, líkt og blaðið hefur áður gert, til að leggja mat á þróun skulda sveitarfélaganna.
Á meðan bæði skuldahlutföll og skuldaviðmið Kópavogs og Hafnarfjarðar hafa lækkað nokkuð hefur hvort tveggja stóraukist í Reykjavík. Þá hafa skuldir á hvern íbúa í Reykjavík aukist umtalsvert á tímabilinu á meðan þær hafa aukist lítillega í Hafnarfirði og lækkað í Kópavogi.
Skuldir á föstu verðlagi hafa rúmlega tvöfaldast í Reykjavík á liðnum áratug, þó aðeins sé horft til A-hluta borgarinnar, á meðan þær hafa aukist um 8% í Kópavogi og 18% í Hafnarfirði. Þá hafa rekstrartekjur aukist meira í Kópavogi og Hafnarfirði heldur en í Reykjavík.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.